Ég er komin 37 vikur og búin að fara þrisvar í sónar, fyrst í 12 viku, 19. viku og svo 36. viku. Þessi í 12. viku var einmitt vegna þess að ég hafði verið á lyfjum rétt í blábyrjun meðgöngunnar og það var bara verið að ganga í skugga um hvort að allt væri örugglega ekki í lagi… sem jú reyndist vera :) 19. viku sónarinn var svo bara þessi venjulegi. En núna þegar að ég fór fyrir viku var verið að athuga stærðina á barninu og þá sérstaklega þar sem ég hafði bara þyngst um 4 kíló og læknirinn...