Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Könnun um dísel vs. bensín (1 álit)

í Jeppar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þarna kom upp viðkvæmt málefni. Hvor kostur hefur sína kosti og galla. Ég hefði viljað fá valmöguleikann “hlutlaus” svo ég þyrfti ekki að velja á milli. Yfirleitt þykja mér bensínvélarnar skemmtilegri (samt er ég að fara að fjárfesta í grútarbrennara til að troða í húddið) en flestir bílaframleiðendur eru að gera ótrúlega hluti með grútarbrennara. Faðir minn flutti um daginn inn 2003 módel af Mercedes Bens 320 CDI. Aflið er það mikið að fæstir fólksbílar á götunni hafa nokkuð í hann að gera....

Bilun í sjálfskiptingu (11 álit)

í Jeppar fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jæja, þá kom að því, fyrsta stóra bilunin í mínum fjallatrukk. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég á Chevy Blazer K5 á 38" dekkjum, með 350cid bensínvél, TH350 skiptingu ofl. ofl. Um daginn byrjaði bíllinn að hristast þegar ég kom útúr hringtorgum og jók ferðina. Þetta leist mér ekki á og fór yfir allar spindilkúlur, athugaði legurnar, stýrisenda, hjöruliðskrossa og eflaust eitthvað fleira. Ekkert fannst við þessa yfirferð, allt var í toppstandi. Í gær jókst vandamálið, ég fór að finna titring...

Stýristjakkur. (4 álit)

í Jeppar fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jæja, þá kom loks að því. Ég hef verið að býða nokkuð lengi eftir að fá stýristjakk í Blazerinn. Stýrismaskínan var lek, sem olli því að dælan tæmdist og annaðhvort þessvegna eða vegna aldurs gafst dælan upp. Ég hef verið að keyra minn trukk á 38" án nokkurs hjálparátaks í alltof langan tíma. Í dag skiluðu Stál og stanzar honum með tjakk og settu um leið aðra dælu sem ég átti í gripinn (ég vildi ekki setja hana í svo hún færi ekki sömu leið og sú fyrri). Þvílíkur munur! Nú dugir að hugsa...

Könnun, enn einu sinni :-) (4 álit)

í Jeppar fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er kannski að bera í bakkafullann lækinn að ræða um kannanir, en ég get ekki orða bundist. Könnunin sem er núna: Hvernig jeppa átt þú? á ekki jeppa eitthverja aðra en þessar Nissan Almera Toyota Nissan Patrol Muzzo Fyrstu tveir möguleikarnir eru í lagi, svo kemur NISSAN ALMERA. Ég er nú enginn sérfræðingur í NISSAN bílum en leyfi mér að fullyrða að Almera flokkast ekki meðal jeppa (þó menn teygji sig stundum langt í að kalla hluti jeppa). En ég kýs “eitthverja aðra en þessa”, þar sem að...

Fordómar gagnvart amerískum bílum. (114 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Fordómar gagnvart amerískum bílum. Í fréttablaðinu í dag (8. maí) er bílablaðamaður blaðsins spurður um eldri ameríska bíla. Hann svarar m.a. á þá leið að besta leiðin til að læknast af því að langa í svoleiðis bíla sé að eignast þá. Þetta svar finnst mér fela í sér, að eftir að viðkomandi hafi prófað þá muni hann ekki hafa áhuga á þvílíku aftur. Ég hef í gegnum árin reynt að leiðrétta allskonar þjóðsögur sem oftar en ekki hafa verið þvæla. Lífseigustu þjóðsögurnar eru líklegast: 1) Þeir...

Mitt svar við könnun (5 álit)

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þar sem að það vantaði valmöguleika fyrir mig í könnunina þá svara ég bara hér. Mig langar í engan af þeim bílum sem taldir voru upp!

Carina E, spurningar (23 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Jæja, nú þarf ég að fara að fá mér annað hrísgrjón, en ég seldi litla súzuki hrísgrónið um daginn. Transaminn er að verða svo fínn eftir heilsprautun að ég tími ekki lengur að nota hann eins mikið og ég gerði (fúllt að láta skella hurðum í hann). Ég þarf því að redda mér ökutæki til að skottast á (er farinn að nota Blazerinn alltof mikið í bæjarakstur, hann á að vera uppá fjöllum!). Ég er búinn að vera að skoða nokkrar Carina E 2,0 (ég get ekki farið neðar í afli, 1,6 kemur ekki til greina...

Könnun, mikið breyttir bílar (16 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Nokkrir hér hafa svarað að sínir bílar séu mikið breyttir. Það væri gaman að vita um hvaða breytingar er að ræða, bæði hjá þeim sem eru mikið og lítið breyttir :) Ég valdi “mikið breyttur” og ástæðan er bíllinn sem ég skottast um á veturna. Það er Blazer K5, á 38“ dekkjum, breyttur fyrir 44”, 4.88:1 hlutföll, læsingar ofl. ofl. Það má deila um hvort hinn bíllinn (Transam) sé mikið breyttur en ég tel hann ekki mikinn breyttann. JHG

Ölvunarakstur (59 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég rakst á ljóð um daginn sem fjalla um ölvunarakstur, en þau snertu mig mikið. Það varð til að ég fór að hugsa um þetta málefni (og ekki í fyrsta sinn). Eftir mjög stutta internet leit fann ég síður um efnið, en af nógu er að taka. Í upphafi vil ég benda á að myndin sem fylgir greininni er af raunverulegum fórnarlömbum ölvunaraksturs í Bandaríkjunum. Okkur hættir nefnilega til að hugsa um fórnarlömb slysa sem tölfræði en viljum sem minnst vita um fólkið á bakvið harmleikinn. Samkvæmt nýrri...

Suzuki Alto (4 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Fyrst það er komin mynd af þessum bíl þá langar mig til að segja frá mínum kinnum af honum. Þegar ég var ca. 15 ára var eldri bróðir minn með svona bíl til afnota meðan bíllinn hans var í viðgerð. Ég hafði nú ekki mikið álit á þeim en það átti eftir að breytast. Þeir eyddu engu, voru mjög liprir, og enginn óþarfi. Þetta var hrátt ökutæki. Eitt sinn festi bróðir minn hann í brekku, við fórum út og liftum bílnum til. Eftir smá stund vorum við komnir með bílinn uppá gangstétt að hluta og...

Er öryggisbúnaður ekki töff? (5 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í morgun varð ég vitni af því þegar það að vera svolítið töff var meira virði en öryggi. Ég var á leið til vinnu, og skyggni var allt annað en gott (myrkur, rok og rigning). Allt í einu skýst bíll framhjá mér en ég sá hann ekki fyrr en mjög seint því í stað aðalljósa voru einhver græn neonljós kveikt. Bíllinn sást varla. Í svona skyggni er það vítavert. Þegar hann var kominn framhjá mér þá hugsaði ég með mér að fyrsti löggubíll sem yrði á vegi hans myndi örugglega stoppa hann. Viti menn, 2-3...

Könnun með notkun stefnuljósa (25 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ja nú er ég undrandi, aðeins tæpur helmingur þeirra sem hafa svarað finnst að það ætti að sekta þá sem ekki nota stefnuljós. Stefnuljós er hluti af öryggisbúnað, hann varar aðra ökumenn við því sem þú ætlar að gera. Þar að auki eru þau til mikilla þæginda, sérstaklega ef hægt er að treysta þeim. En helming svarenda er annaðhvort sama eða finnst að ekki ætti að sekta fyrir að nota þau ekki. Persónulega finnst mér það mikið tillitsleysi að nota ekki þennan einfalda búnað. Hversu oft höfum við...

Pontiac GTO (34 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Fyrsti Muscle bíllinn Mig langar til að skrifa grein um einn af mínum uppáhaldsbílum, Pontiac GTO. Ég hef því miður ekki orðið þeirrar ánægju afnjótandi að keyra svona dýrgrip, og verð því að styðjast við greinar úr greinasafni HOT ROD tímaritsins (Pontiac Firebird, Trans Am and GTO). Það kemur ekki oft fyrir að sérfræðingar komi sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Bílasérfræðingar eru ekki betri en aðrir (verri ef eitthvað er) og geta þeir rifist dögum saman (ef ekki árum) um hve mörg...

Snór snjór snjór :-) (5 álit)

í Jeppar fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Jæja þá kom að því, loksins kom almennilegur snjór í Reykjavík. Það var heldur ekki að spyrja að því, nokkrir illa búnir bílar ollu öngþveiti í borginni. Ég skil ekki fólk sem fer að stað í svona færð á bílum með sumardekkjum. Ég hef oft heyrt þann söng í norðanmönnum að Reykvíkingar kynnu ekki að keyra í snjó. Ég held að getan sé ekki vandamálið. Vandamálið er að það eru alltof margir (þó þeir séu fáir hlutfallslega) sem keyra um á sumardekkjum allan ársins hring. Það þekkist varla fyrir...

Flott vídeo!!! (3 álit)

í Bílar fyrir 21 árum
Ég rakst á mjög flott vídeo af pickup á góðri siglingu einhversstaðar í óbyggðum (væntanlega USA). Vill samt vara ykkur við að skráin er um 15 mb. http://www.pencilart.com/pfluegerprimm.wmv Kv. JHG

Jeppamannsekja :-) (0 álit)

í Jeppar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég á eiginlega mjög erfitt með að taka þátt í þessari könnun, ég hef ekki hugmynd um hvað orðið jeppamannsekja þýðir ;-) Ég myndi hinsvegar telja mig meðal jeppamanneskja :) JHG

Staðreyndir um Top Fuel dragster (7 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég rakst á nokkrar staðreyndir um kvartmílugrindur. Þetta er full langt til að ég nenni að þýða það svo ég læt það fljóta á frummálinu :) Top Fuel dragster facts * One Top Fuel dragster 500 cubic inch Hemi engine makes more horsepower than the first 4 rows at the Daytona 500. * Under full throttle, a dragster engine consumes 1½ gallons of nitromethane per second; a fully loaded 747 consumes jet fuel at the same rate with 25% less energy being produced. * A stock Dodge Hemi V8 engine cannot...

Vetrarundirbúningur (31 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þá er enn einu sinni kominn vetur, með öllu því sem honum getur fylgt. Þó að við íslendingar ættum að þekkja eitthvað til hans (búum jú á mörkum hins byggilega heims) þá kemur hann alltof mörgum á óvart. Fyrir ca. ári síðan skrifaði ég grein um vetrarundirbúning jeppa á hugi/jeppar. Margt sem á við um jeppa getur einnig átt við um fólksbíla (þó þeir þurfi ekki að kynnast eins erfiðum aðstæðum). Ég ákvað því að endurskrifa greinina, með tilliti til bíla, en læt eitthvað af jeppatengdu efni...

Að stinga lögguna af (29 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það kemur mér mikið á óvart hversu margir þykjast hafa stungið Blönduóss lögguna af. Nú eru 89 búnir að taka þátt og 15% segjast hafa stungið hana af. Það eru 13 manns. Ég dreg það stórlega í efa að svo margir hér hafi stungið hana af. Þessir karlar kunna að keyra og hafa oft miklu meiri reynslu en þeir sem hér eru, og þekkja svæðið miklu betur. Svo er það lítið mál að senda bíl á móti eins og oft er gert. Ég held að það sé ekki einfallt að stinga lögguna af á þjóðvegum landsins. Svo er það...

Jesus bumper sticker (16 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
The other day I went up to a local Christian bookstore and saw a honk if you love Jesus bumper sticker. I was feeling particularly sassy that day because I had just come from a thrilling choir performance, followed by a thunderous prayer meeting, so I bought the sticker and put in on my bumper. I was stopped at a red light at a busy intersection, just lost in thought about the Lord and how good He is and I didn't notice that the light had changed. It is a good thing someone else loves Jesus...

Könnun, SKANDALL!!! (9 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hvernig er hægt að hafa könnun um framleiðslulönd bíla og gleyma því landi sem stærstu bílaframleiðendur heims, og margir áhugaverðustu bílarnir koma frá? JHG

Könnun um gírkassa... (3 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég pældi svolítið í þessu orðalagi. Það má lesa tvennt úr þessu: 1) Hefur þú reynt að brjóta, í merkingunni reynsla, þ.e. hefur þú lent í því að brjóta gírkassa. Þessu verð ég að svara játandi. 2) Hefur þú reynt að brjóta, þ.e. að hafa haft það markmið að brjóta hann. Ég held að það séu ekki margir sem viljandi reyna að brjóta gírkassa. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að menn geri svoleiðis viljandi, þar sem að það kostar alltaf eitthvað að gera við það og er þar að auki hundleiðinlegt að...

Keyrt aftaná mig :( (8 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Jæja, haldið þið að Transaminn minn hafi ekki verið skemmdur áðan. Það var dúnrað aftaná mig á ljósum. Ég stoppaði á rauðu beygju ljósi en sá sem keyrði á mig hefur líklegast ruglast á því að það var grænt ljós áfram. Minn bíll skemmdist lítið en hinn bíllinn (Almera) er í köku. Nú sit ég hér með hausverk og hálsríg og er að undirbúa mig að slást við tryggingafélagið (eins og það er nú skemmtilegt). :( JHG

Könnun um krúser eða Pæju... (4 álit)

í Jeppar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jæja, mér finnst vanta valmöguleikann “Hvorugann”! JHG

Könnun, geri grein fyrir atkvæði mínu (19 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Í sambandi við Chevy 350 ofan í Jagúar. Ég veit ekki til að menn hafi sett þessa vél ofaní af ástæðulausu. Yfirleitt hefur ástæðan verið sú að Jagúar vélin hefur verið ónýt. Kostnaður við að gera þær upp eru svimandi og menn hafa því í raun oft á tíðum staðið frammi fyrir því hvort það eigi að henda bílnum eða setja einhverja aðra vél í. Ég veit um dæmi þar sem að eigandi stóð frammi fyrir þessu (með XJ6). Að láta gera upp Jaguar vélina var bara ekki hægt vegna kostnaðar. Chevy vélin hefur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok