Þó hann eigi kannski frekar heima í jeppaáhugamálinu þá ákvað ég að senda inn mynd af vetrarbílnum mínum. Það er 1981 árgerð af Chevrolet Blazer K5 Silverado. Í húddinu er nokkuð spræk 350 cid en við hana er tengd TH350 sjálfskipting. Annars þá er í bílinum NP208 millikassi, Dana44/GM 12 bolta hásingar með 4.88:1 hlutföllum og tregðulæsingum. Bíllinn er á 38“ dekkjum en er breyttur fyrir 44”.