Ég stóðst ekki mátið í dag og keypti mér 14 bolta fljótandi, og 4,88:1 hlutföll. Næsta skref verður að athuga með læsingar. Ekki það að hásingin sem er undir jeppanum (12 bolta) sé eitthvað slæm, hún er tiltölulega nýuppgerð í boði VÍS :D. Málið er bara að ef maður tekur uppá því að skemma hana þá er ekki verra að eiga hitt dótið til. Ef einhver veit svo um dana 60 á heilbrigðu verði þá væri gaman að fá svoleiðis í dótahauginn :) JHG