Einhverntíman, þegar poppuppið um að senda megi ljóð í einhverja samkeppni, hoppaði upp á skjáinn í þúsundasta skipti ákvað ég að senda inn ljóð. Ég skrifaði einhverja hörmung, Ode to Computerage, sem var bull á bull ofan, og sendi. fyrir nokkrum vikum fékk ég svo sent bréf um það að ljóið mitt hefði verið valið til að vera með í ljóðabók með nokkur hundruð fleiri ljóðum. Ég las bréfið, hló pínu og henti því í ruslið. Síðan, sirka tveim vikum seinna, kom annað bréf um að eitthvað meira eigi...