Þetta er ekkert öðruvísi en í íslensku. Málið er bara að fólk er vant að skrifa þetta í einu orði. Hefðum við vanist því væri ekkert að því. Ég tek sem dæmi boðhátt sem er ekkert nema samruni sagnar og annararpersónu persónufornafns í eintölu (komdu= kom+þú, hefurðu= hefur+þú). Boðháttur er bara til í eintölu, sem er nokkuð skrítið, því við segjum að sama skapi komiði (ekki komið þið) og hafiði (ekki hafið þið). Málið er bara hvað menn eru vandir á og hvað ekki. Bætt við 22. apríl 2007 -...