Sálfræðihjálp þarf reyndar ekki að vera rándýr, hún kostar allavegna ekki mikið meira en öll þessi lyf sem dæld eru í börnin. Foreldrar eiga að vita upp á hár hvað þau eru að láta börnin sín bryðja og ég verð nú bara að segja að ég botnaði ekkert í þessari setningu: Ekki þú halda að foreldrarnir geri ekki það besta fyrir krakkann sinn þó þau setji hann á rítalín.
Það er nú erfitt að þekkja ekki neinn sem hefur verið eða er á rítalíni. Ég er bara á móti að allir séu settir á þetta sem sýna einhver merki um ofvirkni. Það verður að byrja á einvherju öðru en dópi eins og sálfræðihjálp og þ.h.
Í guðanna bænum hættu þessum útúrsnúningi, ég er að tala um að mjólk á að vera full vítamína og allskonar drasls sem er gott að hafa í líkamanum. Þeir sem éta eitthvað mega búast við að upplifa afleiðingar næringarskorts.
Ég þekki líka fólk sem borðar eitthvað rusl og þegar þetta fólk verður orðið þrítugt verða beinin í því orðin handónýt og það er beinlínis opið fyrri allskyns sjúkdómum og veirum…
Nei en samt sem áður eru til margar gerðir af kalki og þetta sem þú færð úr mjólk er talið mjög mikilvægt og sjálfsagt er mjólk auðveldasta leiðin til að fá kalk.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..