Ég er reyndar ekki mjög fróður um íslenska pólítík og flokkaskiptingu o.þ.h. en eins og þetta blasir við mér þá finnst mér þetta allt saman snúast um hvaða flokkur sé ríkastur. Sá flokkur sem á mestu peninga getur auglýst sig mest og þar af leiðandi kynnt sig fyrir sem mestu fólki. Þið vitið hvernig skoðanir sumra eru bara eins og deig, hægt að móta þær a fimm mínútna fresti. Mér finnst virkilega að það ætti að setja einhverjar hömlur á það hversu mikið má auglýsa flokkana eða breyta þessu...