Mér finnst enskusletturnar ekki það versta sem er að gerast við málið okkar heldur öll þessi notkun hikorða sbr. æji, sko, þússt, eða, hérna, þarna o.s.fv. Þetta er vægast sagt algjör hryllingur. Mín ályktun er að þetta hafi eitthvað að gera með það hve mikið fólk flýtir sér nú til dags; það er farið að flýta sér svo mikið að tala að ekki gefst lengur tími til að hugsa….