Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ísland vs Róhan

í Tolkien fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mér fannst reyndar Rohan minna mig ansi mikið á Noreg á miðöldum, og þorpið Edoras fannst mér alveg eins og gamalt norskt víkingaþorp úr einhverri mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson (smákonungar í Noregi á miðöldum bjuggu einmitt í svona flottum skálum með vindskeiðum, eins og Théoden). Vantaði bara eitt stykki stafkirkju. :D

Re: Dream Theater - As I Am

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég hef lesið einhversstaðar að James LaBrie sé mjög trúaður maður, þ.e. hann trúir á Guð, en hann trúir líka á endurholdgun og svona ýmislegt sem flokkast ekki undir bókstafstrúarkristindóm. - Annars held ég að þeir í DT séu bara svona almennt andlega pælandi, eins og mér finnst oft algengt með prog-hljómsveitir. Þeir eru tæpast orðnir einhver Stryper… he he… :D Annars fínt lag… ég downloadaði því fyrr í dag. :D

Re: Rush

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Takk *blush blush* Ummmm… persónulega myndi ég mæla með diskinum Chronicles frá árinu 1990, því þar er lögunum raðað í rétta tímaröð, og svo fylgir diskinum smá pistill sem er ágætis kynning á hljómsveitinni fyrir byrjendur. :)

Re: Píkupopp vs Popp

í Popptónlist fyrir 21 árum, 1 mánuði
He he… Annars verð ég nú að viðurkenna að þótt ég sé alls ekki fyrir “píkupopp” (þótt ég sé engan veginn að fjandskapast út í fólk sem fílar þannig tónlist), þá er ég ekki heldur 100 % anti-poppari. Ég hef t.d. alveg lúmskt gaman af Shaniu Twain. Fílar hana enginn hér? :D Svo getur sumt “hart” R % B verið flott, t.d. man ég eftir einu eða tveimur lögum með söngkonu að nafni Kelis, sem mér fannst ansi góð. Svona meira út í hart, dáldið fönkað R % B. Macy Gray er svolítið þannig líka. En ég...

Re: Rush

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Takk fyrir ráðleggingarnar um bækurnar Mal3… hef þær í huga. ;)

Re: Rush

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég hef sjálf lesið Anthem og finnst hún mjög góð. Svo stendur alltaf til hjá mér að lesa The Fountainhead… Tékkaðu endilega á Rush við tækifæri… ágætt að kíkja á einhverja safnplötu t.d. til að sjá hvort þetta er eitthvað fyrir mann… Ég geri það venjulega þegar ég er að tékka á nýjum hljómsveitum.

Re: Rush

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Thanks mate! :) Ég er þeirrar skoðunar að Rush séu í rauninni afar prog-metalsins…

Re: Rush

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ayn Rand var nú reyndar alveg stórskrítin kerling. Ég sá einu sinni sjónvarpsmynd um hana þar sem Helen Mirren lék aðalhlutverkið (lék semsagt Ayn Rand). Virkilega furðulegur karakter. En hún hafði samt margar athyglisverðar hugmyndir, sem eru alls ekkert út í hött. Já og það verður seint sagt um Rush að þeir séu kjaftaglaðir… :D Þeir hafa alla tíð haldið sig mest fyrir utan sviðsljósið, og tala ekki mjög oft við blaðamenn, og alls ekki um sitt einkalíf. Annað en sumir rokkarar… hmmm… Hefur...

Re: Seventh Son Of A Seventh Son

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég á reyndar einn disk sem Adrian Smith hefur gert, sem heitir Silver And Gold. Mjög skemmtilegur diskur. Og Adrian syngur bara satt að segja nokkuð vel… :) En annars með 7th Son…, þá er uppáhalds lagið mitt titillagið. Alveg ótrúlega magnað… Mér finnst líka umslagið eitt það flottasta hjá þeim (ásamt Powerslave og Brave New World). Ótrúlega kosmískt…

Re: No Prayer For The Dying

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Holy Smoke er reyndar ádeila á bandaríska sjónvarpsprédikara, t.d. prédikarann Jimmy Swaggart, sem féll síðan í synd (var m.a. gripinn glóðvolgur með vændiskonu). Hann var reyndar í fararbroddi þeirra prédikara sem voru sem mest að blammera Maiden fyrir þeirra “djöfullega” boðskap (t.d. lagið Number of the Beast), og ég held að lagið Holy Smoke eigi að vera einhverskonar svar við þessari gagnrýni sjónvarpsprédikaranna og “the moral majority” eins og það var í Bandaríkjunum á 9. áratugnum...

Re: Somewhere In Time

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Fín plata. Mér finnst Bruce syngja alveg sérstaklega vel á þessari plötu… :) Í sambandi við Alexander mikla (sem er reyndar uppáhaldslagið mitt á plötunni), hvort hann hafi verið barnaperri… voru það ekki bara allir Grikkir á þessum tíma? ;D

Re: Píkupopp vs Popp

í Popptónlist fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ágæt grein hjá þér Hrannar. :) Ég fer nú mjög sjaldan inn á þetta áhugamál, þarsem hér er yfirleitt fjallað um nútímapopp eins og Britney og vini hennar, sem er ekki alveg minn tebolli (ég er aðallega í rokkinu). En ég er að pæla, er þetta áhugamál bara um nútímapopp? (Kann ekki við að nota orðið “píkupopp”). Ef ég myndi t.d. vilja skrifa grein um ABBA, sem var uppáhaldshljómsveitin mín þegar ég var gelgja (og það er ekkert neikvætt við það að vera gelgja, við vorum öll einu sinni gelgjur),...

Re: Galdrameistarinn.

í Bækur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ókei… ég athuga þetta. Takk aftur! :D

Re: Gamalmenni á huga?

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
Riiiiiiight… :D

Re: Gamalmenni á huga?

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er 34 ára, bráðum 35. Ég held örugglega að hann Mal3 sé eitthvað yngri en ég… ;) Svo er ein(n) sem kallast September sem ég held að sé eitthvað eldri en ég. GlingGló er líka eitthvað yfir þrítugt…

Re: Piece of Mind

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Alltaf gaman að lesa greinarnar þínar Invader. Þér er alltaf að fara fram. Æfingin skapar jú meistarann… ;) Ég er stundum að pæla í því hvort fólk botnar upp eða niður í textanum við To Tame A Land, ef það hefur ekki lesið bókina Dune? Ég hefði örugglega ekki fattað hann ef ég hefði ekki bögglast gegnum bókina á sínum tíma (þvílíkt torf sem hún nú er… ég þarf að fara að lesa hana aftur). En To Tame A Land er einmitt uppáhaldslagið mitt á plötunni, og fast á eftir fylgja The Trooper (er...

Re: Powerslave

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jú, ég held að hann sé bara með BA próf í sagnfræði. (Ekki það að það sé eitthvað “bara”, he he). En varðandi Powerslave, þá var það fyrsti Maiden-diskurinn sem ég keypti mér. Það er svo fyndið að löngu áður en ég fór raunverulega að hlusta á Maiden (fannst alltaf svona bara gaman að þeim þegar ég var yngri, en varð ekki raunverulegur aðdáandi fyrr en Brave New World kom út… löng saga, auk þess hafði ég ekki hlustað á þá í mörg ár), þá var ég í ensku í Háskólanum, og þar lásum við einmitt...

Re: Galdrameistarinn.

í Bækur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Kúl, takk! Ég tékka á þessu! :D Hvar er bókasafn Hafnarfjarðar annars til húsa? Ég er nebblega bíllaus sko… Er það langt frá skiptistöðinni (Firði)?

Re: Galdrameistarinn.

í Bækur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hey Svanaerla… ertu að segja að það sé hægt að fá allar 20 bækurnar í Ríki Ljóssins-seríunni á sænsku í bókasafni Hafnarfjarðar??? Þetta vissi ég ekki!!! Ég er nefnilega búin að lesa allt Ísfólkið, plús Galdrameistarann, plús allar bækurnar í Ríki Ljóssins sem komu út á íslensku (en þær voru bara 13). Og mig langar svo að vita hvernig serían endar… Ég reyndi að leggja inn beiðni til Borgarbókasafnsins um að kaupa restina á einhverju Norðurlandamáli, en það gekk ekki. Og ég er svo blönk að ég...

Re: Ísfólkið

í Hugi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er sosum allt í lagi að gera heiðarlega tilraun… maður veit ekkert hvort eitthvað virkar fyrr en maður hefur prófað það. ;) So count me in. :)

Re: The Number of the Beast

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jájá, hann gerði það líka… eftir á. ;) Hann hefur allavega gefið út tvær plötur sem ég veit um. En Íkorni veit meira um það held ég. :D

Re: The Number of the Beast

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Honum var nú eiginlega samt kurteislega bolað burtu.

Re: The Number of the Beast

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Tí-hí… átti auðvitað að vera: Hvert lagið öðru betra… svo maður tali nú rétta íslensku. :D Mér finnst að það eigi að vera hægt að editera póstum hér á Huga… :/

Re: The Number of the Beast

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Já og að gefnu tilefni, ef einhverjir hér vilja nálgast ítarlegt info um Iron Maiden, þá mæli ég hiklaust með ævisögunni þeirra, Run To The Hills, sem kom út fyrir einhverjum árum. Ég keypti mitt eintak í Eymundsson í Kringlunni, en annars má finna hana á Amazon. Check it out. :)

Re: The Number of the Beast

í Metall fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hann bara drakk og dópaði svo mikið, að það var farið að hafa slæm áhrif á frammistöðu hans á sviði… svo átti hann það til að mæta hreinlega ekki á gigg þess vegna! Þannig að Stebbi hreinlega gafst upp og lét hann fokka… Annars ætla ég ekki að segja mikið um þessa plötu, nema bara það að hún er frábær! Hver lögin öðru betra (það er þá helst Gangland sem er bara svona alltílæ lag). Run To The Hills er svona lag sem maður fær á heilann… :D Og Bruce Dickinson… I'm in looooooove with him. :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok