Vivaldi var snillingur. Ég viðurkenni samt að ég hef bara hlustað á Árstíðirnar eftir hann, en það er líka alveg magnað verk. Ég hef heyrt sagt að einmitt þetta verk, Árstíðirnar, hafi glatast eftir dauða Vivaldis, og ekki fundist aftur fyrr en einhvern tímann á 19. öld, ofan í einhverri gamalli kistu. En þá hafi það einmitt slegið í gegn. :) Það virðist vera eitthvað voða vinsælt að poppa Sumar-partinn úr Árstíðunum upp? Sbr. techno-útgáfuna hennar Vanessu Mae, og svo tók færeyska...