Ef að Guð er raunverulega til, og er raunverulega Hin Fullkomna Vera sem er alvitur og algóð (sem hann ætti að vera skv. skilgreiningu), ætti hann þá ekki að hafa verið meðvitaður um hvernig heimurinn yrði þegar hann skapaði hann? Jú, auðvitað! Þar sem Guð er skapari alls, er hann líka skapari bæði Tíma og Möguleika, og er þar af leiðandi sjálfur óháður báðum. Hafi Guð skapað Tímann og Möguleikann, og er sjálfur utan þeirra (aftur skv. skilgreiningu, þ.e.a.s. Upphaf og Endir alls), þá þýðir...