Neinei, það sem ég er að tala um er réttur manna til að lifa sínu lífi hvernig sem þeir vilja, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Ef maður er ekki að skaða aðra með sínum reykingum, þá á ekki að banna honum að reykja, þó svo það skaði hann sjálfan. Þeir sem vilja vera lausir við reyk hafa auðvitað rétt á því, en þeir sem vilja það ekki ættu þá líka að hafa rétt á að reykja. Reykingar eru náttúrlega slæmar, en þær ættu ekki að vera ólöglegar.