Sammála, en hins vegar mætti deila um hvort það mætti ekki jafna tekjur og eignir upp að vissu marki. Þar sem um er að ræða takmarkaðar auðlindir í heiminum, sem og takmarkað fjármagn í þjóðfélaginu, þá hlýtur það að þýða að ef einn fær meira, þá fær annar minna. Þannig að það væri kannski ekkert vitlaust að jafna tekjur, setja jafnvel hámarkslaunatakmarkanir. Ég meina lets feis it, það á enginn (t.d. stjórnandi) rétt á allt að 1000falt hærri launum en lægst launaði starfsmaður fyrirtækis....