Ah… ekki alveg… krakkar í sveit læra að taka ábyrgð mjög fljótt. Við erum líka oft miklu meira með foreldrum okkar, annaðhvort heima eða í vinnunni. Eða bara bæði, ég fór alltaf með mömmu og pabba út í fjárhús að hjálpa til þannig að þá voru þau bæði í vinnunni og heima. Uppeldið hérna, í þessari sveit, er allavega ekki mjög frjálslegt á flestum stöðum, en ég get alveg nefnt eitt eða tvö dæmi um það hérna… eða kannski bara eitt… ég man bara eftir einu skipti hérna en þau gætu verið fleiri…