Girlygirl, ég er gjörsamlega sammála þér! OK, dæmisagan þín er kannski dálítið ýkt, en þetta getur komið fyrir. Annað pirrandi er hversu snemma hann hættir að ganga. Manneskja sem á heima í Breiðholtinu, t.d., og fer niður í miðbæ á kaffihús á virkum degi þarf alltaf að vera með augun á klukkunni til að missa örugglega ekki af síðasta vagni. Ég elska bílinn minn ennþá meira þegar ég minnist menntaskólaáranna í strætó!