Veistu Zaluki, ég held að við séum barasta nokkuð sammála. Ég hef engan áhuga á þessu brúðkaupsstandi, þ.e. risaveislu með fullt af gestum, tonn af pökkum, tertu og mat, fara í hárgreiðslu og kaupa kjól, fara í Brúðkaupsþáttinn Já o.s.frv. o.s.frv. Okkar plan er að gifta okkur hjá sýslumanni og bjóða kannski foreldrunum og ömmu gömlu að vera viðstödd. Engin veisla og ekkert vesen (= engin sýndarmennska, ekki satt!). Þannig erum við í raun að gera það sama og þú og maðurinn þinn, þ.e. að...