Allt tómt? Ennþá? Hvaða hvaða, við björgum þessu. Notar _eitthvað_ frekar oft, og á stöðum þ.s. þú gætir komist upp með exótískara orðval, eins og t.d. slæðing. Það vantar sömuleiðis punkt fyrir aftan t.d. hjá þér, Call of Cthulhu ætti helst að vera með stórum stöfum, síðasta setningin er ennfremur dálítið enskuskotin, en ekkert meira en það sem gengur og gerist. Að öðru leyti vel framsett, eða svo sýnist mér í fljótu bragði. Þakka framtakið.