Eftir því sem ég best veit eru benzódíazepínar og Zópíklón miðtaugakerfis-bælandi lyf, sem geta aukið á verkun annarra miðtaugakerfisbælandi lyfja, sem og t.d. alkóhóls. Þetta getur m.a. leitt til hægari öndunar og hjartslátts, og í alvarlegri tilfellum getur þetta orðið lífshættulegt. Eftir því sem mér sýnist er alvarleg samverkun frekar óútreiknanleg, og þessvegna varað við samhliða notkun. Veit ekki hvort þetta á eins við um Imovane og benzódíazepína, mæli með að þú talir við kunnáttufólk...