Ástæðan fyrir því að húðin hrukkast eftir vatnsbað er að efsta húðlagið, stratum corneum, gleypir í sig vatn. Ef að olía/feiti er á húðinni getur hún verið fyrir vatninu og hægt á þessu ferli, eins hefur saltstyrkur vatnsins áhrif. Ef þú þværð þér mikið til með sápu, er þessvegna mögulega ástæða til að draga úr notkun hennar, eða nota mildari, olíubaseraða sápu. Roaccutan stoppar mikið til framleiðslu í húðfitukirtlum svo að það getur vel haft áhrif á bæði húðfeitimagn og -samsetningu....