Ég held að það gerist lítið, panódíl hefur bæði aðra verkun og önnur ofskömmtunareinkenni en íbúfen. Íbúfen er NSAID lyf, þar með slæmt í meltingarkerfi, vegna áhrifa þess á COX-1 ensímið. Panódíl virkar aftur á móti á COX-3 ensímið sem er aðallega að finna í miðtaugakerfinu. Panódíl í stórum skömmtum getur haft eitrunaráhrif, sérstaklega á lifrina, en 1500 mg teljast varla stór skammtur fyrir heilbrigðan, óþunnan einstakling. Það hefur verið talað að íbúfen geti valdið nýrnavandamálum ef...