Þetta hljómar eins og vægur heilsukvíði. Ráðleggingin sem þú fékkst hérna áðan er rugl, því miður. Leitaðu þér aðstoðar sem fyrst, því þetta er vandamál sem getur undið uppá sig, og mikilvægt að athuga málið, og koma í veg fyrir að þetta þróist í alvarlegt vandamál, ef líkur eru á því. Best væri sjálfsagt að leita til geðlæknis, en ef þér er illa við það af einhverjum orsökum, þá getur góður heimilislæknir líka metið stöðuna vel.