besta leiðin til að minnka sykurþörfina er að hætta að borða sætindi, það er hinsvegar erfitt, ef þú kannt bærilega við dietdrykki þá geta þeir verið ágætis hækja meðan maður er að komast yfir helsta hjallann (vika - 2 vikur). Ég kannast aðeins við þetta, held ég hafi tekið sykur útúr matarræðinu svona fimm, sex sinnum núna, ég byrja yfirleitt aftur um jólin, og tekur mig kannski tvo mánuði að losna aftur við þennan óskunda :]