Úff, ég vona bara að þú berir ekki skaða af því að vera sí og æ að hnjóta um alla mögulega hluti, Kúrdor :/ Ég er þeirrar skoðunar að Core-reglur í útgefnum spunaspilum séu röklegs eðlis, ekki eitthvað sem stjórnast af því hversu margir vilja hafa þær á sinn hátt. Þar af leiðir, þó ég sé í minnihluta í túlkun minni í þessari umræðu, þá er það sá minnihluti sem hefur lagt sig fram um að koma með frambærileg rök, frekar en að leiða samræðurnar útí glósur, karp og niðrandi nafngiftir.