Hún spilar greinilega með þig og hefur þig alveg í vasanum. Hún hefur ekki viljað þig í þrjú ár, er það eitthvað að breytast? Svo skal ég segja þér eitt, að um leið og þú ferð að vera áhugalaus gagnvart henni þá á hana eftir að langa í þig. Þá fer hún að hugsa: hey afhverju vill hann mig ekki lengur, er ég búin að missa tökin, hvað gerðist, ég verð að ná í hann aftur. Ok ég get ekki fullyrt að það gerist en þetta er ótrúlega algengt.