Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvers vegna kaupum við merkjavöru??

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég held að merkjavara sé nokkurskonar standard eða ímynd sem viðkomandi vill gefa af sér út á við. Svo er oft málið með flott merki að þær eru ekki fjöldaframleiddar í sama magni og t.d. Hagkaupsvörurnar, en mörgum finnst einmitt gaman að klæða sig í einhver föt sem ekki allir eiga. Þetta er auðvitað svolítið snobb en snobb þarf ekkert að vera slæmt svo lengi sem viðkomandi getur virt rétt annarra til að klæða sig eins og þeim sýnist og lítur ekki niður á þá fyrir fataval. Svo langar mig nú...

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er enginn að mótmæla að það sé ekki heppilegt fyrir 16 ára stúlku að eignast barn og það er alveg vitað að það getur valdið því að hún hættir í skóla og getur þar með skemmt góða atvinnumöguleika. Ég skil samt alveg að þessi athugasemd um ríku pabbana fari í taugarnar á EstHerP, það eru margar stelpur sem þrauka á dugnaði og þrautsegju þótt þær eigi ekki ríkan pabba. Hjá þér hljómar þetta bara eins og að ef stelpa á ekki ríkan pabba þá sé hún gjörsamlega ósjálfbjarga aumingi sem getur...

Re: Klæðnaður eða Nekt?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ja það er nú einfalt fyrir okkur stelpurnar, bara á milli brjóstanna :Þ Annars hugsa ég að rassaskoran sé ágætis klemma líka.

Re: Klæðnaður eða Nekt?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Prýðileg hugmynd hulda

Re: Klæðnaður eða Nekt?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kannski hefur berun kynfæra einu sinni verið tákn til hins kynsins að því sé leyfilegt að nálgast viðkomandi á kynferðislegan hátt, þ.e. hafa kynmök. Svo getur þetta bara hafa þróast svona að fólk fór að fela kynfærin af og til til að þurfa ekki að standa í stöðugu kynlífi og síðan hefur þetta bara orðið sá líkamspartur sem er oftast falinn og því meira feimnismál. Þetta er allavegana ein hugmynd :)

Re: Klæðnaður eða Nekt?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hehe, er það ekki bara vegna þess að við erum ekki með kynfærin á hausnum :) Svo hafa líka alltaf verið til sköllóttir kallar svo við erum nú svolítið vön skallanum. Við megum líka alveg bera á okkur hand og fótleggi og jafnvel maga sem þótti nú einu sinni ósköp dónó.

Re: Rómantíska lookið

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er reyndar alveg rétt, það er mikið fatafrelsi hér á Íslandi, en það eru nú alltaf einhverjir tískustraumar. Það var svona blúndu/blómatíska hér fyrir nokkrum árum, ég fílaði hana alveg ágætlega :)

Re: Gifs handa og fótaför ?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Bara á öllum aldr, gaman kannski þegar þau eru svona 2ja ára, þá eru hendurnar og fæturnir enn svo litlir :)

Re: Klæðnaður eða Nekt?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ja einu sinni vorum við nú loðin og þurftum ekki föt, þá voru bara allir naktir. Ætli veðurfar hafi síðan farið eitthvað kólnandi þannig að fólk fór að vefja sig klæðum? Allavegana hefur þróunin orðið sú að við erum allsber undir fötunum og bara með hár á okkar kulvísustu og viðkvæmustu stöðum. Nekt sem feimnismál… já afhverju? Kannski eru bara allir svo vanir að vera í fötum að þeim finnst asnalegt að vera án þeirra, fólk í Afríku þar sem hitinn er mikil labbar nú um hálfnakið og þykir...

Re: Davíð Oddson gataður í framan?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
“fylla gatið af lokkum og pinnum :)” eh þetta átti auðvitað að vera fylla ANDLITIÐ af lokkum og pinnum :)

Re: Davíð Oddson gataður í framan?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hehehe, ég fæ nú bara hláturskast við tilhugsunina um Davíð með lokka í andlitinu. En varðandi þetta með hanakamba og götótt andlit, er það ekki málið með þessari tísku sem er öðruvísi en almennt gerist, að tilgangurinn er að vekja athygli? Auðvitað horfir fólk, en það eru náttúrulega fordómar að stimpla þennan hóp sem dópista og rugludalla. Þegar einhver frægur tekur upp svona “öðruvísi” tísku kemur viðkomandi af stað einhverri trend og tískan þykir ekki lengur svona “öðruvísi”, þ.a.l....

Re: Göt í eyrum

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Gleymdi að hafa með að því yngri sem börnin eru þegar þau fá göt því meiri hætta er á að þau þrói með sér ofnæmi fyrir nikkeli, sem er ekki skemmtilegt ofnæmi því það er í svo mörgum málmhlutum s.s. eyrnalokkum, úrum, hálsfestum o.s.fr.

Re: Göt í eyrum

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mér finnst það eiginlega fáránlegt að vera að setja göt í eyrun á svona litlum börnum. Þetta er ekkert annað en pjatt í foreldrunum, krökkunum er sko nokk sama þótt þau séu ekki með göt. Svo geta göt í eyrun á svona litlum börnum boðið upp á ýmis vandamál fyrir utan sársaukann sem fylgir því að gera götin. Í fyrsta lagi skapast þarna sýkingarhætta sem er meiri hjá litlum börnum sem eru ofan í öllu, kámug í framan, skítug á puttunum og káfandi á eyrunum auk þess sem þau hafa ekki nokkurt vit...

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég get skilið að þeir sem ekki geta eignast börn finnist hræðileg tilhugsun að einhver geti látið eyða fóstri. Það er samt eiginlega ekki hægt að bera þetta saman. Aðstæðurnar og forsendurnar eru svo gjörólíkar hjá þessum mismunandi hópum. Þetta eru tveir andstæðir pólar. Þó að einhver sleppi því að eyða fóstri þá hjálpar það heldur ekki þeim sem ekki geta eignast börn nema að viðkomandi gefi barnið til ættleiðingar, en það eru bara svo sárafáar sem hafa nógu sterkar taugar í allt það ferli...

Re: MANNÁT!

í Hugi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hehehe engel þú ert klikk :)

Re: I need some help!!!

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Þín vegna og sérstaklega barnsins vegna ættiru að halda þig frá honum. Annað býður bara upp á vesen. Ef þú værir barnlaus horfði málið kannski öðruvísi við, þá hefðiru kannski þá orku og þolinmæði sem þyrfti til að styðja við bakið á manni sem er að hætta í dópi (ég set ekki einu sinni inn þann möguleika að þú byrjir með manni sem er virkur dópisti). Í guðanna bænum ekki hleypa þessum manni náið inn í ykkar líf. Það væri annað ef hann væri búinn í meðferð og búinn að standa sig í einhvern...

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hvert tilfelli er metið fyrir sig, ég hugsa að þeir krefjist kannski sterkari ástæðna eftir 2-3 skipti. Það er líka heldur ekkert sniðugt hreinlega líkamlega að fara oft í svona aðgerðir, það fylgir þeim alltaf smá áhætta. Held að mesti fjöldi fóstureyðinga sem kona hefur farið í sé 5 en það er örugglega einsdæmi.

Re: Svefn á meðgöngu !

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Já þetta er svo mikið rétt hjá þér jettyIS. Svo önnur ábending fyrir þig EstHerP, fyrstu 1-2 sólarhringana sefur barnið yfirleytt frekar mikið, það er að jafna sig eftir fæðinguna og er heldur yfirleytt ekki mjög svangt strax þar sem það er enn satt eftir næringuna sem það fékk stöðugt í móðurkviði. Endilega hvíldu þig sem mest þennan tíma, það tekur á að fæða barn :)

Re: Meina þetta ekki illa en..

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er ekki viss um að það hafi verið neinn admin hérna, en það er kominn einn núna :)

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jetty, samkvæmt lögum eiga forráðamenn að vera með stúlkunni ef hún er yngri en 16 ára en það er hægt að gera undanþágu frá þessari reglu. Auðvitað er æskilegast að einhver styðj stúlkuna í gegnum þetta og hjálpi henni að taka ákvörðun þegar hún er svona ung. Fóstureyðing fylgir konunni það sem eftir er, ef hún fer í aðra þá eru gamlir læknapappírar dregnir upp og skoðaðir. Þessar aðgerðir og allar aðrar aðgerðir eða innlagnir á kvennadeild/fæðingardeild/meðgöngudeild etc eru alltaf skoðaðir...

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég myndi reyndar ekki alhæfa alveg svona, það er mjög misjafnt hvernig 16 ára stúlkur hugsa og hve þroskaðar þær eru. Sumar hafa spjarað sig mjög vel þrátt fyrir að hafa eignast barn ungar þó að þær séu engar pabbastelpur. Ég þekki eina sem átti barn þegar hún var nýorðin 17 ára, hún var sko langt frá því að vera einhver rík pabbastelpa. Hún á þrjú börn í dag, er með þokkalega menntun og í fínni vinnu. Þetta er bara staða sem enginn getur vitað neitt um nema hafa lent í þessu sjálfur. Það er...

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er enginn að segja hvað þú ættir eða ættir ekki að gera. Ef þú kaupir bíl og keyrir hann er alveg möguleiki á að þú lendir í bílslysi og slasist þó að þú sért með belti, ef þú stundar kynlíf er alveg möguleiki á að það verði til barn þó að þú notir getnaðarvarnir. Þú sjálfur tekur ákvörðun um hvort þér finnst áhættan ásættanleg.

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Að sjálfsögðu á að taka fóstureyðingu sem alvarlegum hlut og spá í öllum rökum með og á móti. Það er alveg sjálfsagt að mður geri sér grein fyrir að maður sé að eyða mögulegu lífi, að þroskaheft barn geti alveg átt ánægjulegt líf, að maður geti e.t.v. séð fyrir barninu og allt þetta sem verið er að tala um. Að mínu mati á þetta ekki að vera auðveld ákvörðun heldur algjört neyðarúrræði, en ég er samt sem áður fylgjandi því að þetta sé möguleiki fyrir konur í okkar þjóðfélagi. Mér finnst það...

Re: Fóstureyðingar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er nú ekki alveg sammála þér þarna sykur. Þú mátt ekki gleyma að það er hagur barnsins sem þarf fyrst og fremst að hugsa um. Það er auðvitað skítt að ljúga til um pilluna og tilkynna svo að maður sé óléttur. En ef stelpan ákveður að eignast barnið þá á barnið fullan rétt á að eiga bæði mömmu og pabba. Því getur pabbinn ekkert skorast undan ábyrgð þó að hann sé fúll út í stelpuna. Ef maður vill vera alveg viss á notar maður bara sínar eigin getnaðarvarnir eða sleppir því að sofa hjá,...

Re: Svefn á meðgöngu !

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Svó getur verið rosa gott að hafa nóg af koddum til að hlaða í kringum sig, setja á milli fótanna þegar maður liggur á hliðinni og undir höfðalagið til að maður liggi ekki alveg flatur á bakinu. Einnig er hægt að kaupa svona rennilak til að hafa undir sér en það léttir manni alveg rosalega allar hreyfingar í rúminu. Man ekki hvar svona fæst en ég myndi tékka í Össur eða Þumallínu (er hún ekki enn til?)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok