Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lífsreynsla

í Deiglan fyrir 21 árum
“ef að nauðgun eru verri glæpir en aðrir ofbeldisglæpir þá á að finna aðra skilgreiningu á nauðgunarbrot.” Kynntu þér málin aðeins betur. Það er einmitt fjallað sérstaklega um kynferðisbrot í almennum hegningalögum, þannig að þetta hefur alveg sér skilgreiningu. Manndráp og líkamsmeiðingar er svo fjallað um í öðrum kafla.

Re: Skreytum hús með greinum grænum :)

í Heimilið fyrir 21 árum, 1 mánuði
Heh, 20 des, ekki ef maður á börn og heimili.

Re: Kalóríur á dag

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Já og meira að segja börn 1-3 ára þurfa meira en 1200 kaloríur, þau nota um 1300 kaloríur á dag.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Kalóríur á dag

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þið eruð nú flest að vanáætla ansi mikið. Unglingar brenna miklu, þeir eru að stækka og þroskast og það fer hellings orka í það. Samkvæmt næringarfræðibók sem ég á eftir Ólaf Gíslason næringarfræðing er meðalorkuþörf unglinga á aldrinum11-14 ára um 2350 kaloríur fyrir stráka og um 2000 fyrir stelpur. Börn á aldrinum 4-6 ára þurfa meira að segja meira en 1200 kaloríur á dag, þar er áætluð meaðlorkuþörf um 1700 kaloríur á dag.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Anorexia & Bulimia

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Smà vidbòt. Thad sem einkennir Bulimiu er ad thà kastar einstaklingurinn oft upp eftir ad hann er bùinn ad borda. Manneskjan missir sig ì àti, fyllist svo ògedi à sjàlfri sèr og neydir sig til ad kasta upp. Munurinn à Anorexiu og Bulimiu er einnig sà ad anorexiur gera sèr yfirleitt ekki grein fyrir ad thær eigi vid vandamàl ad strìda og eru oft n.k. primadonnur, yfir adra hafnar. Thær telja sig hafa fullkomna stjòrn. Bulimiur gera sèr yfirleitt grein fyrir ad thetta sè sjùklegt àstand og...

Re: Yndislegasta barn sem er til, dýrka það

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mér finnst þetta nú bara mjög skemmtileg grein því ég man að þú varst ekkert sátt við þetta fyrst. Merkileg þessi börn, ekki satt? Til haningju með litlu systur þína, hún á eflaust eftir að líta alveg svakalega upp til þín ;)

Re: Nú er komið að því!!!

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sódavatn er örugglega fínt þar sem það eru sölt í því ;)

Re: Nú er komið að því!!!

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Stór börn eru ekki það sama og feit börn. Það eru mjög fá lítil börn virkilega feit. Já auðvitað er jafnvægi í líkamanum það sem skiptir máli, en annað sem mig langar að benda á er að oft er heppilegra að drekka sérætlaða sportdrykki (t.d. Gatorade) með söltum og sykri þegar maður er að æfa heldur en hreint vatn. Maður tapar það miklum söltum við það að svitna og sykur hjálpar manni að halda í vökva. Með því að drekka sportdrykki fær maður bæði sölt og sykur.

Re: Nú er komið að því!!!

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þetta er nú samt það sem sérfræðingar eru að segja í dag. Og auðvitað ætti maður í raun á láta svengd ráða hvenær maður borðar, það er í raun það náttúrulega. Það er akkurat þetta sem lítil börn gera, láta líkamann ráða þessu og þegar þau eru södd bara borða þau ekki meira, enda eru fá börn undir tveggja ára aldri feit. En aftur að vatninu. það var farið út í víðamiklar rannsóknir á þessu eftir að þessi hlaupastjarna dó og þær sýna að mikið vatnsþamb getur verið bara ansi hættulegt. Kíktu...

Re: lupus

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Lupus heitir einmitt Rauðir úlfar á íslensku. Fullt latnesk heiti hans er lupus erythematosus disseminatus. Þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem líkaminn bregst vitlaust við og ónæmiskerfið ræðst á manns eigin frumur og þannig skemmt vefi líkamans. Sjúkdómurinn er mismunandi alvarlegur hjá fólki, sumir fá alvarlega útgáfu á meðan aðrir fá væga. Hann flokkast eiginlega undir gigtarsjúkdóma, en þeir eru flestir svona sjálfsofnæmissjúkdómar, bara misjafnt á hvaða vefi ónæmiskerfið ræðst og...

Re: Nú er komið að því!!!

í Heilsa fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú er samt talið að það eigi ekki að drekka vatn bara til að drekka það. Þ.e. þú átt að láta þorstann stjórna drykkjunni, annað getur nefninlega verið hættulegt. Það var mikil umfjöllun um þetta eftir að einhver hlaupadrottning í USA hneig niður og dó vegna truflunar á saltbúskap líkamans, einmitt orsakað af mikill vatnsdrykkju við það að stunda sína íþrótt.

Re: Ofbeldi á barni

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Auðvitað á hún að tilkynna þetta strax. Henni ber skylda til þess. Hún getur þess vegna gert það nafnlaust, en hún verður að tilkynna. Hún er ekki að kæra mömmuna með því, bara senda inn ábendingu til barnaverndarnefndar og síðan skoðar barnaverndarnefd málið.

Re: Móðir sem hugsar ekki um barnið sitt

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Vil bara taka undir þetta. Það er einnig skylda okkar að tilkynna um svona mál til barnaverndarnefndar, það er ekki kæra, einungis ábending og barnaverndarnefnd skoðar svo málið. Oft geta stuðningsviðtöl verið nóg til að breyta aðstæðunum.

Re: Mamma, akkurru þurfti að skjóta hann ?

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Var að renna yfir umræðuna og ég er alveg sammála þér icecat. Það eru líka ekki bara börn sem getur brugðið við svona heldur er fólk misviðkvæmt fyrir svona sjónrænum atburðum. Það þýðir ekki að það vilji bara loka augunum og ekkert vita. Mér finnst t.d. mikilvægt að fjallað sé um ofbeldi, nauðganir og ýmislegt slíkt, en ég þarf ekki að fá einhverjar ýtarlegar lýsingar eða nærmyndir til að skilja um hvað málið snýst. Sumt fer hreinlega yfir strikið og veldur því eiginlega bara að fólk vill...

Re: hjatru a meðgöngu

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nei, ég tók því heldur ekkert þannig. En mér finnst samt svona hjátrú svolítið heillandi, bara gaman að þessu á meðan það fer ekki að stjórna lífi manns.

Re: hjatru a meðgöngu

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Börn hafa líka dáið þó ekkert sé tilbúið heima. Það var allt reddí fyrir mín fyrstu tvö og þau lifa og eru heilbrigð ;) Það var ekki allt tilbúið fyrir það þriðja en það var vegna þess að ég fékk lánaða vöggu og sú sem lánaði mér hana neitaði að láta mig fá hana fyrr en barnið var fætt ;)

Re: Sá lilla í fyrsta sinn

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Bara svona benda þér á að mörk er þyngdareining og ein mörk samsvarar 250 grömmum, þannig að 16 merkur eru það sama og fjögur kíló ;) Annars til hamingju með nýjam frændann. Gott hjá ykkur að kaupa líka gjöf handa stóra bróður svo honum finnist hann ekki verða útundan.

Re: Ofvirkni

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Aukningin er nú eflaust mest vegna þess að núna er þetta greint. Áður voru þessi börn bara kallaðir umskiptingar og óþekktarormar, vandræðabörn o.s.frv.

Re: Ofvirkni

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
En er það svo að læknar eru almment svona voða fljótir til að skrifa upp á lyf fyrir ofvirk börn? Ég veit ekki betur en að það þurfi ansi mikið ferli fyrst og fremst til að greina barnið ofvirkt, og eins að foreldrar vilja langoftast leita annarra leiða fyrst, áður en barnið er sett á lyf. Það er allavegana það sem ég hef séð hjá þeim sem ég þekki og kannast við með ofvirk börn. En svo er annað mál að úrræði eru af allt of skornum skammti fyrir börn með ofvirkni og aðstandendur þeirra. Ef...

Re: Stöð 2 Stelpu ztöð miðvikudaga

í Deiglan fyrir 21 árum, 1 mánuði
Æ Gunni, helduru virkilega að fólk reyni ekki einmitt allt þetta fyrst áður en börnin eru sett á lyf? Helduru að fólki finnist rosalega gaman að þurfa að setja barnið sitt á lyf? Þú ert ótrúlegur. Það var talað um þetta allt í umræðunni á börnin okkar og margoft sagt að fólk sé ekkert að setja börnin sín á lyf að gamni sínu og alls ekki sem fyrsta val. Þetta úrræði er notað þegar önnur ráð duga ekki. “endilega farðu nú og mæltu með að gefa börnum ritalin eins og þetta sé vítamín sem er holt...

Re: Ofvirkni

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ofbosðlega finnst mér þá skrýtið að þú skulir taka svona til orða. Mér finnst þetta vera miklir fordómar í þessu svari þínu, að segja að foreldrar séu að dópa barnið sitt til að fá frið. Er barnið þitt á lyfjum til að halda ofvirkninni í skefjum?

Re: Stöð 2 Stelpu ztöð miðvikudaga

í Deiglan fyrir 21 árum, 1 mánuði
Æ Gunni minn, maður bara nennir ekki að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur við þig. Það er ekki þess virði að vera að eyða orðum á þig. Skil ekki að ég skuli nenna því núna því það er alveg sama hvað ég segi, þú skilur það samt ekki. Þú varst ekkert bannaður fyrir að halda því fram að rítalín væri ávanabindandi lyf, það var enginn að mótmæla því. Þú hins vegar hélst fast við þá skoðun að þetta væri sljóvgandi lyf, sem það er ekki, þrátt fyrir að fá mörg svör og mörg rök. Sýnir bara best...

Re: Stöð 2 Stelpu ztöð miðvikudaga

í Deiglan fyrir 21 árum, 1 mánuði
Leitaðu þér hjálpar Gunni, ég meina það í alvöru. Þetta er orðin veruleg þráhyggja og ofsóknarkennd (sjúkleg tortryggni) hjá þér. Tekið af doktor.is: Það sem einkennir ofsóknarkennd er að viðkomandi einstaklingur er stöðugt tortrygginn gagnvart öðrum og óttast að þeir skaði sig, hann er haldinn afbrýðissemi, hann er langrækinn, hann mistúlkar orð og gerðir annarra sem fjandsamleg í sinn garð og hann á erfitt með að mynda náin tilfinningatengsl við aðra. Þetta passar bara ótrúlega vel við þig...

Re: börn

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
LOL! Já það geta sko verið læti stundum. Það er nú erfitt að lýsa því í stuttu máli hvernig er að eiga börn, gæti skrifað heila ritgerð. Það merkilegasta við að eiga börn (mín upplifun) er að upplifa þessa tilfinningu um að elska einhvern án nokkurra skilyrða, ég myndi hiklaust deyja fyrir börnin mín, ekki spurning. Rosaleg væntumþykja og ábyrgðartilfinning sem maður fær fyrir þessum krílum. Og svo elska þau þig á móti og það gefur manni svo ótrúlega mikið að finna hvað þau treyst á þig og...

Re: Ofvirkni

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þetta er nú meira bullið, börnunum er ekkert gefin lyf til þess eins að fullorðnir fái frið, og það er ekkert verið að dópa þau upp. Fyrst og fremst er börnunum gefin lyf til að ÞEIM líði betur og geti einbeitt sér í skóla, geti átt eðlileg samskipti við jafnaldra og eignast vini. Og auðvitað hefur þetta góð áhrif á fjölskyldulífið sem aftur leiðir til betra jafnvægis fyrir barnið og alla í kring um það. Ég ætla að vona að eitthvert foreldri ofvirks barns svari þér hér og komi þér í smá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok