Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fallegar hugsanir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þetta er heilmikil speki og góð áminning.

Re: No offense, en þessi grein er þrugl og vitleysa.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Verð nú bara að benda þér á að tíðni eyrnabólgu er ekkert meiri hér á landi en í löndum þar sem ekki tíðkast að setja börn út í vagn til að sofa. Eyrnabólga kemur ekki utan frá heldur orsakast af því þegar bakteríur eða veirur berast úr munnholinu eða kokinu inn í kokhlustina og valda þar sýkingu. Það er svo sem ekkert sem bendir til að það sé betra fyrir börn að sofa úti í vagni, en ekkert sem bendir til að það sé verra heldur. Ég get nú ekki tekið undir það að börnin yrðu tekin af fólki...

Re: No offense, en þessi grein er þrugl og vitleysa.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nei veistu, margir foreldrar halda að þetta sé nærri sársaukalaus aðgerð, svona eins og að gera göt í eyru, sem er alls ekki rétt. Gyðingar vita þetta jú, enda er þetta sérstök athöfn hjá þeim og hefur meira gildi en bara hreinlæti. Þú segirst ekki hafa vald til að segja foreldrum barnanna hvað þeir eigi að gera eða ekki og það er kannski rétt. En á Íslandi allavegana er umskurður ekki framkvæmdur þó svo það sé ósk foreldra. Stefnan hér er að framkvæma ekki óþarfa aðgerðir á börnum þó að...

Re: No offense, en þessi grein er þrugl og vitleysa.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ok, segjum sem svo að umskurður eigi rétt á sér vegna menningarlegra atriða. Hvers vegna er hann þá ekki framkvæmdur þegar barnið er orðið aðeins eldra og þolir svæfingu og verkjalyf og þurfi þannig ekki að þola þennan sárauka? Að gera þetta á nýfæddu barni án deyfingar finnst mér bara hrottalegt og ég er viss um að margir foreldrar myndu neita ef þeir vissu hvernig þetta fer fram.

Re: No offense, en þessi grein er þrugl og vitleysa.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Já ég veit vel að umskurður tíðkast á fleiri stöðum í Bandaríkjunum. En Bandaríkin eru líklega eina vestræna landið þar sem umskurður er svona algengur og þar sem hann er aðallega framkvæmdur út af hreinlætisástæðum, en ekki trúarlegum. En hins vegar eru um 85% karlmanna í heiminum EKKI umskornir svo það er þó nokkuð mikið algengara að vera með forhúð en ekki.

Re: No offense, en þessi grein er þrugl og vitleysa.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Apache, að afla sér upplýsinga eru ekki fordómar. Rökin sem ég tel upp í greininni eru byggð á rannsóknum sem hafa verið gerðar um þetta efni. Helduru virkilega að Bandaríkjamenn séu eina þjóðin í heiminum sem er svo upplýst að hún fatti að umskurður er hollari en ekki? Og eins og ég benti á þá hafa meira að segja bandarísk heilbrigðisyfirvöld þurft að viðurkenna að það eru ekki læknisfræðileg rök fyrir umskurði. Það er aðallega út af vana og fordómum sem þetta heldur áfram þar. Þú hins...

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jæja verð víst að leiðrétta sjálfa mig með forhúðarbólguna. Þröng forhúð er ekki algengasta ástæða hennar, þó vissulega sé þröng forhúð áhætta fyrir sýkingum. Forhúðarbólga orsakast langoftast af lélegu hreinlæti, eða þá of miklu hreinlæti sem ertir kónginn og forhúðina of mikið. Einnig geta sterkar sápur eða önnur efni verið orsökin. Það ætti því að vera auðvelt að koma í veg fyrir slíkar bólgur. Ca 11% karlmanna lendi í þessu a.k.m. einu sinni en þessar bólgur leysast langoftast af sjálfu...

Re: No offense, en þessi grein er þrugl og vitleysa.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég reyndar held að ef umskurður er framkvæmdur á Íslandi vegna trúarástæðna þá væru það aðallega gyðingar. Þeir gætu framkvæmt þetta heima við á litlu barni sem ekki mótmælir. Múslímar gera þetta þegar drengirnir eru eldri og ég hugsa að enginn læknir á Íslandi myndi taka þetta að sér. Og ef þetta væri gert í heimahúsi myndi þetta vera flokkað sem ofbeldi. En thulesol, ég er svo sannarlega ekki ein af þeim sem nenni ekki að afla mér heimilda áður en ég skrifa grein um svona efni. Og þessu...

Re: Að búa í Danmörk.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er eins og ég segi, sitt hentar hverjum og misjafnt að hverju fólk er að leita. Ég veit um mjög marga íslendinga sem búa hér og vilja hvergi annars staðar vera. Líka um aðra sem hefur ekki líkað vel, en þeir eru þó mun færri. Það er ekki til nein Utopia sem hentar öllum.

Re: Að búa í Danmörk.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Rosa er þetta sniðugt með að geta safnað brenni, enda eru krakkarnir greinilega voða ánægðir með þetta :) Þegar við fluttum til Noregs spáðum við einmitt mjög mikið í öllu, mínusum, plúsum og bárum saman við önnur norðurlönd (vildum ekki flytja lengra). Noregur varð ofan á hjá okkur. Svo verður bara að koma í ljós hvernig okkur líkar, erum svo nýflutt. En hingað til líst okkur bara vel á. Það er ekki eins gott daggæslukerfi hér eins og í Danmörku, það er skortur á leikskólaplássum og löng...

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þá ert þú einfaldlega einn af mjög fáum karlmönnum sem eiga við slíkt vandamál að stríða án þess að undirliggjandi þáttur sé forhúðarþrengsli. Það er alrangt að þetta sé algengt vandamál hjá karlmönnum sem ekki eru umskornir.

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Já það er rétt að það er strax frá fæðingu farið að koma öðruvísi fram við börn eftir því hvort þau eru talin kvk eða kk. En hins vegar er ég ekki að ýkja þegar ég er að tala um umskurn stúlkna. Það eru reyndar til nokkrar gerðir. Í einni þeirra eru bara ytri barmarnir skornir burtu, í annarri bara forhúð snípsins, en í þeirri hrottalegustu, sem t.d. tíðkast í Sómalíu og fleiri löndum, eru ytri barmar, innri, barmar og allur snípurinn skorið í burtu, þetta eru nú bara öll ytri kynfærin....

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hmmm, það á ekki að koma bil inn í linkinn, eitthvað vesen með huga greinilega.

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Gerði smá mistök með linkinn á myndirnar og lýsingarnar, en hér er hann réttur. http://www.cirp.org/library/procedure/plasti bell/

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Satt að segja finnst mér umskurður karla og kvenna hreint ekki sambærilegur. Umskurður kvenna er hrein og bein limlesting og jafnast á við það að typpi og pungur hjá karlmanninum væri skorið í burtu og sárið síðan saumað saman, fyrir utan smá gat til að hleypa þvagi út. Allt þetta er síðan gert án deyfingar og án sótthreinsaðra áhalda. Stundum er einfaldlega skítugt slitið rakvélarblað notað, eða þá glerbrot til að sarga kynfærin í burtu. Ég skil ekki alveg pointið hjá þér. Hvernig tengist...

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
LOL var aðeins að flýta mér, ætlaði að segja langstærstum hluta óumskorinna karlmanna, en ekki langstærstum MEIRIhluta óumskorinna karlmanna :) En pointið er það sama. Hvaðan í ósköpunum fékkstu annars þá flugu í hausinn að forhúðarbólgur og sýkingar væru MJÖG algengar hjá óumskornum karlmönnum?

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þú hefðir nú betur lesið í gegnum langlokuna. Forhúðarbólga orsakast af forhúðarþreglsum og tilheyrir þeim undantekningartilvikum sem sveinbörn fæðast með slíkan galla. Hjá langstærstum meirihluta óumskorinna karlmanna er þetta alls ekkert vandamál. Lestu greinina og komdu svo með komment. Fólk eins og þú er akkurat það sem heldur við þessum mýtum í sambandi við umskorna karlmenn, það nennir ekki að kynna sér málin og trúir bara því sem það vill trúa án þess að hafa haldbær rök fyrir því.

Re: Umskurður sveinbarna

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Myndin sem átti að fylgja sendist af einhverjum ástæðum ekki með, en ég sendi hana aftur inn og þið getið séð hana undir “Myndin”.

Re: Skólinn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það fer nú alveg örugglega eftir því hverju þú sækist eftir. Veit að Danmörk er mjög fjölskylduvænt land á marga vegu og það er kannski það sem dregur í marga. Sjálf er ég nýflutt til Noregs, en við völdum það land vegna þess að það voru margir þættir hér sem hentuðu okkur.

Re: Skólinn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Dööö Zicoman, maður velur ekki landið eftir því hvort manni finnst tungumálið flott eða ekki. Það eru nú aðrir þættir sem ráða því hvert maður flytur.

Re: Skólinn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Já þetta er frábær hugmynd. Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Re: Tvær óléttu sögur! :)

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Omg frethaus, grow up og reyndu frekar að koma með einhver rök heldur en að tuða þetta.

Re: Nú og þá

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ekki get ég séð það á skrifum okkar. Það var nú einmitt umræða um að passa að láta EKKI strákana sleppa, en þú hefur kannski ekki lesið þann part. Svo er nú svolítið erfitt fyrir mig að fara að láta son minn gera mikið á heimilinu enn, þar sem hann er bara 3 1/2 mánaða. Hann má þess vegna barra “leika” sér eins og er. Það er líka svolítið erfitt að láta stráka gera eitthvað á heimilinu ef maður á bara stelpur.

Re: Þessi er ekki dauður.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hahaha, já sem betur fer. En þetta var ógeðslega fyndið :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: hehe

í Rómantík fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nei vertu ekkert að leita að kærasta. Njóttu þess nú í smá stund að vera frjáls og gerðu bara eitthvað fyrir þig í staðin. Nógur tími er nú eftir fyrir þessar elskur.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok