Útbrot á húð, roði og kláði eru mjög algeng einkenni. Bjúgur og bólga eru einnig týpísk ofnæmisviðbrögð. Svo geta verið truflanir á hægðum, óværð, magaverkir, ógleði uppköst, niðurgangur, hægðatregða o.s.frv., vegna bólguviðbragða í slímhúð meltingarvegsins. Einnig geta komið fram einkenni frá öndunarvegi, s.s. bólga og bjúgur sem í verstu tilfellunum valda alvarlegum öndunarerfiðleikum. Hnerri, hósti, roði frá og í öndunarvegi geta líka verið ofnæmisviðbröðg ásamt roða, kláða og rennsli úr...