En ertu örugglega samkvæm sjálfri þér? Ef þú segir eitthvað, hótar einhverju, t.d. að taka eitthvað af þeim ef þær hlýða ekki, stenduru við það? Sendiru þær alltaf í einveru þegar þær hlýða ekki, brúka munn o.s.frv., eða bara stundum? Það virkar nefninlega ekki nema maður geri þetta alltaf og standi við það sem maður segir. Svo virkar oft minna að öskra og garga. Það hefur oft mun meiri áhrif að vera bara sallarólegur, en mjög ákveðinn. Ég á eina 3ja ára alveg hrikalega þrjóska. Ég hef notað...