Mín fyrsta fiktvél (lærði .bat) var Amstrad vélin'ans pabba. Hún var með 8088 örgjörva og 2 vænum diskettudrifum (fyrir tíma hörðu diskanna). Svo eignaðist ég mína eigin vél, notaða Hyundai 286 vél, 33MHz ef ég man rétt, og smellti á hana Windows 3.11. Fljótlega var tekin upp sög og borvél og búið til pláss fyrir 486 móbó (staðsetning og stærð hluta var frekar ómótað á þessum tíma =) og svo koll af kolli, ein uppfærsla í einu. Í dag á ég 2 ágætis pentium 2 vélar. Tel mig ekki þurfa meira þar...