Ég skildi endann þannig að einhverskonar hringrás væri búinn og hann væri aftur kominn á byrjunarreit, Þ.e. heimurinn er ekki endalaus. Annars er þetta skrýtinn endir en myndin sjálf er meistaraverk og ég gef henni 10/10. ps: Myndin verður aftur sýnd í bíóhúsum í USA í haust. Það á að vera búið að laga filmuna og bæta hljóðið. Þetta var það seinasta sem Kubrick vann að áður en hann dó. Ég bara vona að kvikmyndahús hér á landi sjái sóma sinn í að sýna nýju útgáfuna.<BR