Ég er sammála að LOTR eigi ekki mikla möguleika á að vinna oskarinn. Ekki vegna þess að myndin sé léleg heldur vegna þess að þetta er fantasía. Hún er samt búin að gera það gott, vinna til fullt af verðlauna, tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna og verður pottþétt tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna. Ekki slæmt fyrir fantasy mynd en svona myndir hafa átt afar erfitt uppdráttar.