Sammála, mér finnst lágmarks skilyrði fyrir því að fólk fái íslenskan ríkisborgararétt að það læri íslensku. Öðru máli gegnir um fólk sem sest hér að tímabundið. Það segir sig sjálft að ef innflytjandi leggur sig fram í að læra málið gengur honum/henni betur að aðlagast í nýju þjóðfélagi, en það þarf ekkert að þýða að viðkomandi þurfi að segja skilið við sinn uppruna…