Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Team Chuteboxe

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Tapout er ekki MMA gym - þeir eru bara fatamerki sem að sponsar keppendur og eru virkilega lummó wannabes sem að velta sér upp úr öllu því sem að er slæmt við MMA. Bú á Tapout. En Chute Boxe rokkar mest. Tvímælalaust eitt af topp 3 MMA liðunum í dag(ásamt Brazilian Top Team og Miletich genginu).

Re: Warrior Nation - Heimildarmynd um MMA frá MSNBC 1. þáttur

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Næstu þrír þættir verða frumsýndir á vikufresti út janúar. Ég skal pósta þeim þegar þeir detta inn…. 4. Þáttur mun fylgjast með Tito og Chuck að æfa fyrir re-matchið, og 3 þáttur fjallar m.a um MMA-beibið ógurlega Gina Carrano(googlaðu það nafn fyrir þá stúlku sem a.m.m kemst næst Kyru sem mesta bardagalistabeib allra tíma).

Re: Coleman Vs Shogun

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hann fór úr lið á olnboga. Hann jafnaði sig mun hraðar en ég bjóst við.

Re: Coleman Vs Shogun

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég efast um að þú finnir marga hæfa dómara sem eru yfir 70 kg í japan… Þeir ættu bara að láta Akebono dæma alla slagi í Pride…. :D

Re: Coleman Vs Shogun

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég held að hann hafi aðallega verið reiður útí að Chute Boxe crewið eins og það lagði sig hafi stormað inn í hringinn og rifið í hann ásamt dómurunim….brassarnir eru gjarnir á að gera það í staðin fyrir að senda 1-2 til að tékka á sínum manni. Allt gymmið hans Renzo Gracie, svona 15-25 manns hópuðust inn í hringinn þegar hann vann Pat Miletich í IFL - mér finnst það frekar mikið diss, en skil samt vel að menn vilji fagna sigri eða passa að það sé allt í lagi með þann sem tapaði. En allavega...

Re: hello BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
MMA og BJJ reynir á líkamann á allt annan hátt. Þú getur kannski boxað 2 tíma á dag án þess að verða stirður eða þreyttur en samt algerlega sprungið eftir hálftíma af BJJ eða wrestling. Og það virkar líka á hinn veginn. Þessvegna dáist ég svo mikið af MMA mönnum. Þeir verða að vera tilbúnir í allan pakkan og renna svo blint í sjóinn þegar að bardaganum kemur, vita ekkert hvar hann á eftir að fara mest fram. Stirðleikinn ætti að hverfa á nokkrum vikum, mundu bara að teygja vel fyrir og eftir...

Re: Byrjendanámskeið í Mjölni hefjast í kvöld! (mánudag)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Já hvernig var? Síðast þegar byrjendanámskeið byrjaði var allt fullt út úr dyrum ef ég man rétt….mikið af nýjum andlitum?

Re: Pride gellur

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Mynd incoming!

Re: Pride gellur

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Pride gellurnar vinna á prinsippinu(ég er alger sucker fyrir austurlenskum stúlkum) en ég verð að viðurkenna að sumar af UFC stelpunum eru alger knockouts….Rachelle er engill á þessari jörð. Samt á engin þeirra roð í Kyru Gracie!

Re: [röfl] hollívúd(bull)ið heldur áfram..

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sammála - alhliða praktísk þjálfun(sem yfirleitt er bara kallað MMA) er í örum vexti í bandaríkjunum. Eftir svona 5-10 ár förum við að sjá fyrstu professional keppendurna sem hafa verið að æfa síðan þeir voru börn. Það verður gaman. Þetta var mun verra á níunda áratugnum, þegar ninju-æðið og karate kid voru í fullum swing…

Re: Æfingar hjá dojang dreka

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
“SsangYongTaekwon” Vá, þið greinilega eruð ekkert mikið að pæla í því að vera með þjált og “snappy” nafn… ;) Af hverju varð þetta fyrir valinu?

Re: Æfingar hjá dojang dreka

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég hélt að Dojand dreki hefði skipt um nafn og héti eitthvað annað í dag?

Re: Vel tekið á því

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ef að það er skurður sem að blindar þig eða gerir það að verkum að læknirinn segir að þú megir ekki halda áfram…..já hiklaust, alveg eins og er gert í dag hvort sem að skurðurinn blæðir eða ekki(sbr Randy vs Vitor og fleiri bardaga). En ég er að meina þegar skurðurinn er einhversstaðar þar sem að hann stoppar ekki viðkomandi frá því að geta haldið áfram að berjast en það er allt bara löðrandi í blóði út um alla mottu og lekur stanslaust(eins og t.d í Edwin Devees bardaganum í TUF 4) þá...

Re: Vel tekið á því

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Blóðprufa er skylda í öllum sanctioned keppnum sem eru haldnar undir The Unified Rules of Mixed Martial Arts(sem er staðallinn sem UFC notar og er skylda til að fá að halda MMA keppni í Nevada, Kaliforníu, New Jersey og fleiri bandarískum fylkjum). Þar er testað fyrir lifrabólgu, HIV og fleira.

Re: Vel tekið á því

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þegar anstæðingurinn er farinn að blindast af því það lekur svo mikið á hann og menn farnir að detta á blautri mottunni við að sparka og svoleiðis…..já þá finnst mér að það eigi að stoppa. Svona eins og þegar fótboltaleik er aflýst vegna veðurs….bara hafa það no contest og svo rematch síðar.

Re: Jeremy Bullock Vs. Travis Fulton

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Bullock skapaði sér þetta sjálfur - þó að ég sé almennt séð ekki hrifinn af open-weight bardögum í MMA, þá virtist hann ekki bara með eindæmum sigurviss heldur var skellan sem endaði bardagann algerlega honum að kenna - hann hefði getað komið í veg fyrir hana hvenær sem er með því að einfaldlega SLEPPA haustakinu sem var hvort eð er ekki að gera neitt. Sorglegt dæmi um sjálfsblekkingu og skort á gólfglímukunnáttu.

Re: Auglýsing okkar

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Úr hvaða bardaga er þetta aftur? Sakuraba vs Vitor? Eða Arona?

Re: Pride shockwave

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Vá….talandi um blóðtöku. Þetta er meiriháttar áfall fyrir Pride. Samt svosem í lagi á meðan japönsku guttarnir eru ennþá á cardinu. Þeir trekkja mest að. Jafnvel tiltölulega slakir gaurar eins og Ogawa hala inn helling af áhorfendum. Ég vona að Mirko fari í UFC, þó ekki nema til að velta Tim Sylvia úr sessi!!!

Re: ninjaköttur

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ninju? Hann er ekki al-svartur… Taekwondo for the win!!!!

Re: Hvað vill bardaga fólkið í jólagjöf?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nekron skrifaði: 2. Svartur bolur (með löngum ermum) sem hægt er að breyta í ninja grímu við gott tækifæri…:-D Ertu að meina svona? :D http://members.shaw.ca/tcennon/pictures/ninja%20mask%20lessons.jpg

Re: Hver er góður í að þýða?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég meina ég vil ekki byrja á einhverri grein sem einhver annar er líka að þýða :D Það væri bölvaður tvíverknaðu

Re: Hver er góður í að þýða?

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég hef gert þónokkuð af því að þýða enskan texta í gegnum tíðina - kannski ég taki eins og eina eða tvær greinar með mér í jólafríið. Kannski þú sendir mér hverja þeirra þú vilt fá þýdda?

Re: Forðist Gerplu!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Þetta kemur mér alls ekki á óvart verð ég að segja. Í rauninni er þetta í fullkomnu samræmi við það hegðunarmynstur sem virðist vera landlægt innan Bujinkan, og “dead-pattern” bardagalista yfirhöfuð. Og það er góð ástæða fyrir því sem hefur ekkert með Bujinkan sem slíkt að gera, og allt með mannlegt eðli að gera. Matt Thornton útskýrði þetta fyrirbæri á fyrsta seminarinu sem hann hélt, enda þekkti hann það vel af eigin raun úr Jeet Kune Do heiminum, sem einnig þjáist af háu...

Re: Skattur af vörum

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nei ég hef aldrei verslað við þá sjálfur… Bara vinir og kunningjar sem láta mjög vel af þessu batteríu og mæltu með því. Virðist ekki vera eins gott díl eftir allt saman.

Re: ECW

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Pro Wrestling = Rugl og bull. MMA for the win!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok