Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Gunnar mætir heimsmeistara í fyrstu glímu á HM!

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Mér skilst að þetta hafi verið takedown + stalling dauðans. Er það rétt?

Re: Gunnar mætir heimsmeistara í fyrstu glímu á HM!

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Þetta verður helerfitt fyrir Gunna, en ég er samt nokkuð viss um að hann getur unnið þennan flokk. Er ekki nokkuð borðleggjandi að ef að hann rúllar upp Mundials að þá sé hann kominn með svarta beltið?

Re: Kimbo Slice í næstu TUF seríu

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Dana White var víst spurður út í þetta og hann sver og sárt við leggur að Kimbo sé þarna á nákvæmlega sömu forsendum og allir aðrir, þ.e hann fær ekkert borgað fyrir að mæta og búa í húsinu, og ekkert fyrir bardagana annað en þessa stöðluðu bónusa fyrir knockout eða submission. Þeir vildu ekki fá hann inn á neinum öðrum samning, eða leyfa honum að taka þátt í UFC án þess að sýna að hann væri þess verðugur með því að taka þátt í TUF. Hann þarf að sanna sig eins og allir aðrir. Aftur á móti þá...

Re: Muhammad Ali í MMA bardaga?

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Úff…þetta er stór og flókin spurning. Menn eru ekki sammála um nákvæmlega hvað var málið með þennan bardaga, og hann var frekar klúðurslegur. Inoki er prowrestling legend í Japan, og hann skoraði á fullt af allskonar gaurum úr ýmsum bardagalistum. Sumir bardagarnir voru ekta en aðrir ekki. Bardaginn við Ali var víst ekta, en fæstir myndu kalla hann “MMA” sem slíkan. The worked theory also arises from Inoki's June 26, 1976 match in Tokyo with Muhammad Ali.[3] Inoki initially promised Ali a...

Re: UFC 98 - Spoiler veisla

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Sherk vissi að það væri afskaplega ólíklegt að hann gæti tekið Edgar niður. Frankie Edgar er trylltur wrestler með betri bakgrunn en Sherk. Eini maðurinn sem að hefur náð að outwrestle-a hann er Gray Maynard, sem að er einnig betri wrestler á pappír heldur en Sherk, og líka alger risi miðað við léttviktarmann. P.S Ég held að Gray Maynard, þó svo að hann sé ekkert sérlega skemmtilegur að horfa á sé líklegastur af þessum contenders til að eiga séns á að taka titilinn frá Penn/Florian.

Re: Rashad eða Machida?

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ýmigustur þinn á dreifbýlislörfum er til háborinnar skammar :D Ég spái Hughes sigri, en held eindregið með Serra.

Re: Guð ekki í tísku?

í Tilveran fyrir 15 árum, 6 mánuðum
En fortíðin er ennþá til staðar og hinir trúuðu hafa ALDREI sýnt þann manndóm í sér að horfast í augu við hinar skelfilegu afleiðingar þess þegar þeir fengu að ráða öllu í samfélaginu. Eina ástæðan fyrir því að kristni er ekki jafn blóðþyrst og djöfulleg í dag og hún var einu sinni er sú að þeir misstu völdin útúr höndunum á sér á tímum upplýsingarinnar.

Re: Guð ekki í tísku?

í Tilveran fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Eftir ca. 1.000 ár þar sem þeir sem trúðu ekki voru brenndir, pyntaðir og hengdir fyrir skoðanir þá finnst mér að hinir trúuðu ættu að bíða eftir aaaaaðeins meira böggi áður en þeir byrja að væla. Og já, það er skrítið að trúa á guð - það sýnir svo ekki verður um villst að þú ert ekki að nota heilasellurnar til fullnustu.

Re: Sjálfsvörn

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ef einhver ræðst á þig með hníf og þú afvopnar hann og tekur svo nettan Wanderlei Silva á hausinn á honum, brýtur nef, þrjú rifbein og svoleiðis eitthvað, á meðan það sér ekki á þér, þá færðu að öllum líkindum dóm, nema þú getir sannað að líf þitt hafi verið í hættu allan tímann. Þú verður að hætta að lemja um leið og þú ert ekki í hættu lengur, svona almennt séð. Annars eru íslensk sjálfsvarnarlög afskaplega illa hannað fyrirbæri og ekki hægt að fullyrða neitt um hvaða dómur verður felldur....

Re: Scientific fighting

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Það er engin góð leið til að æfa hnífabardaga. Láttu hnífa algerlega vera, þú hefur ekkert með það að gera að læra að brúka þá. Það eru til ágætis kerfi til að verjast gegn hnifaárásum berhentur, en ég er afskaplega skeptískur á öll þessi kerfi sem mæla með “knife-on-knife” sem einhverskonar sjálfsvörn.

Re: Scientific fighting

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Vandamálið er það að Kali er ekki sérlega góð leið til þess að læra að umgangast hnífa, líkt og það að læra Kung-fu er slæm leið til að læra standup og Aikido er slæm leið til að læra að kasta fólki. Argasta bull með allskyns dauðum mynstrum og fyrirfram ákveðnum hreyfingum.

Re: Scientific fighting

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ef svo er þá virðist það vera algert hernaðarleyndarmál…

Re: Lækkað verð í Muay Thai Kickbox

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 7 mánuðum
MT hjá Æsir + MMA hjá Mjölni = besti undirbúningur fyrir MMA á Íslandi…. Ég vona að Æsir og Mjölnir starfi náið saman á næstu misserum…bestu gymin á landinu eftir því sem að ég kemst næst. P.S við þurfum meiri strikera í MMA á Íslandi til að halda uppi standardinum. Vona að slatti af MT folunum hjá Æsir séu heitir fyrir MMA….

Re: Íslandsmótið í hnefaleikum 2009

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Er þá ekki skynsamast að spá jafntefli? ;) En að öllu gríni slepptu, þá held ég að þetta verði hörkubardagi. Engin grið gefin, og þessir strákar eiga eftir að leggja allt í sölurnar.

Re: Sigursteinn og Snorri í Frægðarhöll taekwondo

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Brilljant! Til hamingju!

Re: Götuslagsmál spurning?

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ótrúlegt en satt þá hef ég lent í þessu einu sinni, þó ekki í svona “proper” slagsmálum heldur sem dyravörður. Vorum þrír ofaná snarvitlausum Pólverja sem ætlaði ekki að liggja kyrr þannig að ég tók laust rear naked choke á hann til að sýna honum að okkur væri alvara, og maðurinn fór bara að tappa eins og ritvél. Spjallaði við hann eftir að löggan var komin og farin og slagsmálin liðin hjá, fínasti gaur, æfði Judo heima í Póllandi, enda var andskotanum erfiðara að drösla honum og félögum...

Re: Gunnar og Vignir í PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Til hamingju feðgar! Frábært afrek og hefur örugglega vakið þónokkra athygli. Það verður einhver að aumkast yfir brúnbeltinga heimsins og henda svörtu belti í Gunna, það var í rauninni ekki sanngjarnt að setja hann í “sinn” beltisflokk þar sem hann er búinn að vera að pakka saman svartbeltingum í ca. ár núna ekki satt? Og einhver tímarammi á því hvenær við eigum eftir að sjá Gunna næst í MMA?

Re: Dan Henderson

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Það er ekki hægt. Ef hann fletur hann eitthvað meira þá fer nebbinn að halla inn á við. Og það getur ekki verið gott fyrir súrefnisinntöku

Re: Ken Shamrock Tests Positive For Steroids

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Jú, alveg eins og menn eru að reyna að koma í veg fyrir heilsufarsvandamál með því að banna fíkniefni. Vandamálið er að það er himinn og haf milli þess sem menn eru að REYNA að áorka og raunverulegri útkomu verka þeirra, þ.e að mínu mati er bann við neyslu stera jafnt sem fíkniefna að hafa þveröfug áhrif miðað við það sem upphaflega var reiknað með.

Re: Leita eftir Roland SP-404

í Raftónlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Segjum tveir, mig dauðlangar í svona græju líka… :D

Re: Ken Shamrock Tests Positive For Steroids

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Síðasti bardaginn hans var hrikalegur. Hann slóst við endakallinn úr ghostbusters. Án gríns.

Re: Ken Shamrock Tests Positive For Steroids

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég er algerlega ósámmála því að það að leyfa þeim að nota stera sem það vilja gera á einhvern hátt neyði alla hina til að gera það líka, eða neyði þá eitthvað meira en í dag. Allir íþróttamenn sem að taka þá ákvörðun að vera clean í dag gera það vitandi vits að meirihluti keppinauta sinna eru það ekki. Þeir vita að þeir gætu hugsanlega náð betri árangri ef þeir myndu ákveða að berast með straumnum og gera eins og allir hinir. Allir iþróttamenn sem myndu taka þá ákvörðun að vera clean ef...

Re: Charles "mask" Lewis látinn

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Sherdog.com er ekki sammála: That night, Lewis and Lacey had decided to drive by a condominium apartment they had been looking into purchasing over the next few days. It is believed Lewis’ fire-engine red Ferrari occupied the middle lane when Jeffery Kirby and his companion came up along the left side in a white 1977 Porsche. At the scene, black skid marks snake up onto the median’s curb right as the road bends slightly, then drag for 500 or more feet across the three lanes. They indicate...

Re: Machida VS. Rashad

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Sæljónagryfjuna?

Re: Ken Shamrock Tests Positive For Steroids

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Þetta er hárrétt, UFC keppendur verða að fara í lyfjapróf og læknisskoðanir, annars fá þeir ekki keppnisréttindi frá íþrótta “commission”-unum. Það er eitt slíkt í hverju fylki sem að hefur einkarétt(afhentan frá ríkinu nota bene) á því að gefa græn eða rauð ljós á ýmsa íþróta atburði. Ef UFC myndi leyfa einhverjum í keppnisbanni að keppa, þá geta þeir búist við að fá aldrei aftur keppnisleyfi í viðkomandi fylki, og önnur fylki fara oft eftir úrskurðum hvers annars, sýna samstöðu… Ég er s.s...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok