Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: UFC fight night 7/2 '09(spoiler) + hugleiðingar

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þú getur vælt svona kort út úr mörgum læknum í Kaliforníu þó það sé nánast ekkert að þér. Sumir eru það hlynntir lögleiðingu að þeim er alveg sama hvort að menn séu eitthvað veikir eða ekki. Þetta er náttúrulega tvískinnungur, en allt sem að gerir yfirvöldum erfitt fyrir að refsa fólki fyrir mestu glæpleysu allra tíma er fínt í mínum bókum.

Re: UFC fight night 7/2 '09(spoiler) + hugleiðingar

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Svona nota bene í sambandi við grasneyslu Joe Rogan, þá býr hann í Kaliforníu þar sem neysla marijuana í lækningaskyni er lögleg, og hann er með svoleiðis kort. Hann má s.s neyta þess. Þetta “medicinal marijuana” dæmi í Cali er náttúrulega bara hlægilegt, þar sem þeir gefa þessi kort nánast hverjum sem er sem að biður um þau, en samt skárra en ekki neitt. DEA hefur samt böstað ræktunarstöðvar sem að fylkisstjórnin veit af og bendir sjúklingum á að nota. Sýnir bara hvað alríkisstjórn BNA er...

Re: Myndir af Gunna í New York

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég spái því að hann dúkki upp þar um mitt ár 2010. Vonandi tekur hann Diego Gonzales og rasskellir hann fyrst og Adrenalin titilinn í Danmörku, og þá er hann held ég búinn að klára það sem Skandinavía hefur upp á að bjóða :D Ekki það að ég viti neitt um það, held bara að þá verði hann tilbúinn þá…

Re: Affliction: Day of Reckoning (Spoiler)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Satt er það, en munurinn er sá að Fertitta bræðurnir áttu 40 milljónir(ekki 60) til að eyða í þetta project af sínum eigin peningum. Þeir voru orðnir milljarðamæringar áður en þeir fóru út í MMA rekstur. Affliction er hvað, 2-3 ára gamalt fyrirtæki? Sem selur tískuvörur í dýpstu efnahagskreppu heimsins síðan 1939? Ég set verulega stór spurningamerki við að þeir eigi nægilegt cash on hand til að fjármagna margra ára taprekstur. Þeir eru pottþétt að fjármagna Affliction MMA með lánsfé, og...

Re: Affliction: Day of Reckoning (Spoiler)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
200.000 væri mjög góð frammistaða ef rekstrarkostnaðurinn þeirra væri í einhverjum takti við það sem gengur og gerist í UFC. En þegar launakostnaðurinn fyrir keppendur er 3-4 milljónir dolara, þá er 200.000 buys alls ekki nóg. C.a helmingurinn af PPV peningunum fer til fyrirtækjanna sem eiga og reka kapalkerfin(Comcast, DirectTV o.fl), og restin, ásamt miðasölu og styrktaraðilum þarf að dekka allan rekstrarkostnað, launakostnað, afborganir af lánum, og skila einhverjum hagnaði. Án þess að...

Re: Jon Jones German Suplex

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Aðeins mýkri en gólfið í boxhring held ég, en ekkert mikið meira en það.

Re: Jon Jones German Suplex

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Það var ekki ólöglegt þar sem það var akki “intentional”… Alveg eins og ef þú notar high roundhouse kick og gaurinn snýr sér frá því og það lendir í hnakkanum þá er það samt löglegt rothögg… Og þó svo að Jones megi alveg bæta þolið sitt(það er ALLTAF hægt að bæta þolið), þá finnst mér samt ekki sanngjarnt að segja að hann sé með lélegt þol - jafnvel sæmilega vel þolinn maður sprengir sig á því að vera svona rosalega aktífur. Hann var með stöðugann þrýsting á Bonnar og tók helling af köstum...

Re: UFC 94 - SPOILERS

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Sammála öllu sem þú sagðir. Jon “Bones” Jones á eftir að verða meistari eftir nokkur ár…strákurinn er 21 árs og kann í rauninni ekkert nema Greco-Roman Wrestling og bara improvise-ar standupið sitt með því að herma eftir YouTube og eitthvað svoleiðis rugl…og samt rústaði hann bæði Gusmao og Bonnar! Ótrúleg takedowns og góður náttúrulegur fílíngur fyrir því hvernig á að hreyfa sig. Snöggur og sterkum, mætti vera með meira þol samt… Með góðum þjálfara og æfingafélögum þá á hann eftir að verða...

Re: UFC 94 ST-PIERRE VS PENN 2

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Mín spá: GSP/Penn GSP á stoppage í 4 eða 5. lotu, eða unanimous decision. BJ er góður en ég held að hann hafi bara ekki það sem þarf til að vinna GSP núna, enda GSP margfalt betri í dag en þegar þeir mættust fyrst. Machida/Silva Machida á TKO. Silva er það villtur að Machida á ekki eftir að geta dansað eins og hann gerir venjulega. Hef samt trú á að hann muni droppa Silva með counterpunch og ná stoppage í framhaldinu Bonnar/Jones Jones á decision. Upset pikkið mitt fyrir þetta show er að...

Re: Hvar er best að horfa á UFC 94?

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Best er að horfa á UFC 94 í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas, Nevada :D En svona ef þú kemst ekki út þá geri ég ráð fyrir að þetta verði í beinni á Bjarna Fel. Það er eini staðurinn þar sem ég hef prufað að horfa á þetta á sportbar. Veit ekki hvaða aðrir staðir sýna þetta í beinni…

Re: Bólgur á sköflungi

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Hættu að sparka í andstæðinginn ;) En svona að öllu gríni slepptu, notar þú ekki legghlífar?

Re: Affliction: Day of Reckoning (Spoiler)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ef þú veist hver rökin mín eru, en vilt samt ekki reyna að hrekja þau, ertu þá ekki þar með að viðurkenna að þau rök séu góð? Ókey hér eru önnur: Meðalaldur box aðdáenda er að hækka, og hækka hratt. MMA er íþrótt unga fólksins, mun fleira fólk á tvítugsaldri fylgist með UFC heldur en boxi. Og það er aldurshópurinn sem sponsorar eru mest á höttunum eftir Eftir 10 ár verður staðan orðin mun verri fyrir boxið. De la Hoya á ekki marga bardaga eftir áður en hann hættir, og hver verður næsta...

Re: Affliction: Day of Reckoning (Spoiler)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Umm…jú?

Re: 36% notenda Bardagalistaáhugamálsins reykja krakk

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Haha… Nú skil ég afhverju kannabisræktendur hafa verið að stela öllum þessum ljósum úr gróðurhúsum undanfarið.

Re: Affliction: Day of Reckoning (Spoiler)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Já og þeir fá ekkert fyrir þessar Trump auglýsingar. Affliction er að borga fyrirtækinu hans Donald Trump fyrir að fá þá til að vera með PR fyrir þá - margir virðast vera haldnir þeirri ranghugmynd að Donald Trump og Oscar De La Hoya hafi lagt einhvern pening í Affliction MMA, sem að er alls ekki rétt. Bæði Trump Enterprises og Golden Boy Promotions eru að vinna fyrir Affliction og fá borgað fyrir. Strategían hjá Affliction er að skapa umtal og fá trúverðugleika meðal auglýsenda og...

Re: Affliction: Day of Reckoning (Spoiler)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Úff….eitthvað segir mér að Affliction eigi eftir að enda sem eitt stórkostlegasta gjaldþrot allra tíma í MMA bransanum… Til að setja þessar tölur í samhengi þá er reiknað með því að miðasalan hafi tekið inn eitthvað rétt um eða yfir 2 milljónir dollara…og eitthvað tekur Honda Center fyrir greiðan að hýsa þetta fargan. Það þýðir að miðasalan dekkaði ekki inu sinni launakostnað aðalbardagans (Fedor v Arlovski), hvað þá restina af cardinu. Ekki má heldur reikna með einhverjum massífum tekjum af...

Re: Affliction: Day of Reckoning (Spoiler)

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki sammála að þetta card hafi verið eitthvað últra mega mikið betra en undanfarin UFC. Betra en cardið á Írlandi, en ekki betra heldur en Lesnar v Couture cardið(ég er alveg hættur að geta fylgst með númerunum á þessu), þar sem Dustin Hazelett, Damien Maia og Jeremy Stephens áttu virkilega flott stoppages, og Aaron Riley/Jorge Gurgel bardaginn var trylltur… Samt, flottir bardagar í Affliction margir hverjir, gaman að sjá Vitor ná svona omgwtf knockout eins og í gamla daga, Fedor er...

Re: Stórmót gegn dönum í Reykjanesbæ 31. janúar

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Noh, Árni kominn í boxið? Er það til að hlífa hnénu? Þ.e, er ennþá talið of hættulegt fyrir hann að keppa í MMA, með takedowns og allez…

Re: Affliction - hvar er hægt að horfa?

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Endilega kíktu til Jóa, hann vippar örugglega upp einhverjum massafínum brauðrétti á meðan þú hlammar þér í sófann heima hjá honum. Alltaf gamana að góna á MMA hjá honum Jóa kallinum…

Re: Ef þú villt vinna UFC bardaga.

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
ur doin it wrong…

Re: UFC Primetime - B.J. og GSP

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
G-G-GO GSP!!!

Re: Affliction - hvar er hægt að horfa?

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
GREAT NEWS FOR UK MMA FANS Sunday 25 Jan 2009 21:00 BRAVO * Virgin Media: 136 * Sky TV: 123 Affliction: Day of Reckoning Fearsome mixed martial arts action from Anaheim in California with the featured bout being a much-anticipated clash between Fedor ‘The Last Emperor’ Emelianenko and Andrei ‘The Pitbull’ Arlovski. Emelianenko defends his World Alliance of Mixed Martial Arts Heavyweight title against the former UFC champion in a top-of-the-bill contest that is sure to produce fireworks in...

Re: Muay Thai námskeið 13. janúar

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Frábært framtak, vona að sem flestir mæti!

Re: Drengur bjargar stúlku frá Pit Bull-hundi með BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Algengara en að kenna þeim aðra lása held ég. Það er nánast ómögulegt að skaða fólk óviljandi með hengingum. Bilið milli þess sem að þú lognast útaf og heilaskaði fer í gang er allavega einhverjar 20-30 sek af blóðleysi, þannig að þjálfari eða dómari í keppni getur hæglega gengið á milli og bjargað þeim sem líður yfir.

Re: UFC 92 - Hvað fannst ykkur

í Bardagaíþróttir fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Svo líka virðist hann bara vera orðinn…æ ég veit ekki, ekki beint tjónaður, heldur meira svona snjáður. Þó svo að Wandy sé ekkert svo gamall eða með tonn af alvarlegum meiðslum á bakinu þá hefur hann verið í MMA heillengi, í mörgum hörðum bardögum, algerum “wars”, og ég held að menn eigi bara ákveðna innistæðu á þeim reikningi áður en þeir fara að dala, og þeir sem byrja ungir einfaldlega verða lúnir fyrr… Eins með Nogueira. Hann var nú aldrei sneggsti maðurinn í Pride, en það er búið að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok