Ekki hlusta á þá sem segja þér að fara beint í stóru brekkurnar, algjör þvæla. Ef þú gerir það muntu skapa meiri hættu fyrir vanara skíðafólk og enn meiri hættu fyrir þig sjálfa. Ég man eftir því þegar ég var 10 ára að læra á snjóbretti, bróðir minn kenndi mér að fara niður fyrst í bremsu, s.s snúa maga niður í brekkuna og bremsa þannig niður brekkuna, og síðan snúa baki niður og gera það sama. Ég gerði þetta nokkrum sinnum og lét mig svo bara flakka niður brekkuna, og gat bjargað mér með...