Ég held að maður sé aldrei 100% tilbúinn til þess að eignast barn, margir sem verða ekkert tilbúnir til þess fyrr en bara barnið kemur. Þegar maður er óléttur fer maður stundum ósjálfrátt að hugsa “úff hvað var ég að pæla, þetta verður allt of mikið mál” og svo framvegis..en auðvitað er fólk sem upplifar aldrei svona hugsanir. Og eins með slit og allt þetta þá hugsa allar konur um þetta, auðvitað fáum við mikið meira í staðinn en það er samt alltaf leiðinlegt að horfa uppá magann á sér...