Þú getur prufað að fara í kolaportið, þar er einhver sona “bás” sem er ekki með notuðum fötum og það eru eiginlega bara bolir, hægt að kaupa superman boli og eikkað, gæti verið að það sé hægt að kaupa metallica boli þar…
Ég fór á google.com í gær og skrifaði bara guiding light og þá kom einhver svona official site eða eitthvað og þar var hægt að lesa um hverja persónu fyrir sig og sollis…
Það var aldrei tekið fram að það væri verið að tala um eitthvað sérstakt land…og ég hef nú aldrei heyrt um það að löggan geri eitthvað í þessu í BNA heldur…
Mér finnst að þetta eigi ekki að vera samþykkt, þetta er alveg fáránlegt…Meira en helmingur landsmanna kann ekki að drekka…íslendingar þurfa alltaf að detta harkalega í það, mjög fáir sem geta bara sötrað…Ef fólk fær sér einn bjór verður það að fá sér annan og annan og annan og endar á skallanum….
Afhverju helduru að löggan væri búin að taka ben?? Það eru til fullt af stelpum sem eru undir 18 og eru með gæjum sem eru 10+ árum eldri og löggan gerir ekkert í því…
Ég ætlaði alltaf að hafa kisuna mína sem útikisu en hún slapp út einu sinni og eftir það varð hún bara hálf crazy…vældi og vældi og varð mjög aggressív…þangað til við leyfðum henni að fara út…þá er hún mikið rólegri en hún heldur sig eiginlega bara í garðinum og uppá svölum…
Þú lætur bara simsann þinn tala á fullu við superstjörnuna þangað til þau verða vinir, þá geta þau farið að tala um mikið meira og svo verða þau ástfangin:)
Ég er búin að prufa að setja venjulegan pipar á sófann og ég var sko ekki að spara og hún pissaði bara samt í hann….En hún sefur alltaf inni á klósetti á næturnar og fer út þegar við vöknum og fær að koma inn þegar við förum að sofa…
Já hún á kattasandskassa og hún notar hann mikið….ef það er teppi í sófanum þá pissar hún bara frekar í það….En hún pissar oftast á næturnar þegar hún kemst ekki út eða þegar við erum ekki heima þannig við höfum ekki skammað hana, er ekki of seint að gera það nokkrum tímum seinna? Það eru engar breytingar á heimilinu….Hún er tveggja ára og það er ekki búið að taka hana úr sambandi…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..