Við skynjum tímann líka. Þegar eyrunum berast hljóðbylgjur veldur það sveiflum í innra eyra sem eru þýdd í taugaboð sem eru svo þýdd í ýmist talmál, véla- eða dýrahljóð eða eitthvað uml og læti. Hljóðbylgjurnar hafa ekki endilega efnislega tilvist, þótt þær taki til ákveðins safns efnis (eins og tími og vegalengd), sama gildir um taugaboðin, talmál er svo enn óefnislegra. Framleiðandi hljóðsins er vissulega efnislegur (eftir því sem við komumst næst), en er “framleiðandi tímans” það ekki líka?