Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hjálpið mér að hjálpa þessari stelpu!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ef þú hjálpaðir henni værirðu að skilja út undan hundruð barna. Hvort er verra? Báðir kostirnir eru slæmir, en ég vildi heldur bjarga hundruðum en einum, ef valið stendur þar á milli.

Re: Hvernig skal forðast það að vera algjör douche á Huga

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Hvert fer gamanið? Ferðast það frá því sem veldur því til þess sem fær það? Ég hef gaman af einhverju því gamanið berst til mín. Ef einhver hefði gaman að mér væri hann að… gamna mér? Kjánalegt.

Re: Sendið, endilega!

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það vill svo til að ég skrifaði nýlega grein á íslenska wikipedia um iðnbyltinguna. Ég skal senda hana inn, þú ræður hvað þú gerir við það.

Re: Windows 7 Vandamál!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Microsoft hefur aldrei kunnað að búa til almennilega stýrikerfisuppfærslu, það gildir bæði um Vista og 7. Almennilega sett upp er 7 > Vista.

Re: Windows 7 Vandamál!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Windows sjö er með það og meira.

Re: Heimspeki í háskóla - og hvað svo?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Í heimspeki eru manni kynntar fjölmargar stefnur sem gefa manni dýpri skilning á sögu, stjórnmálum og mannlegum samskiptum almennt og geta frætt mann um hvernig á að haga málum á viðkomandi sviðum. Þar er einnig hægt að fræðast um alls kyns hugarfarslega kæki mannsins. Það að manni séu veittar upplýsingar bætir skoðanir manns, það skerðir ekki möguleika manns til að móta sér þær.

Re: almenningsálit ?

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Spurningin er, hversu miklu og á hvaða hátt skiptir þig máli hvað öðrum finnst um þig? Er þér sama hvað ókunnugum finnst um þig? Er þér sama hvað kunningjum finnst um þig?

Re: Windows 7 Vandamál!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Haha nei, Vista er þyngra í keyrslu, minna þróað og tengist verr vélbúnaði.

Re: Fólk að like-a sorglegar fréttir á MBL

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Fólkið kann að meta fréttina, ekki atburðinn sem hún fjallar um.

Re: Kóngur yfir Íslandi

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég geri ráð fyrir að flestum lesendum þyki þetta hjákátlegar hugmyndir íhaldssamra manna. En er þetta að einhverju leyti hjákátlegra en konungsveldin sem við þekkjum í dag? Það held ég ekki.Nei, enda eru þau hjákátleg.

Re: Góðar fréttir, fólksfjölgunar-sprengjan hefur verið aftengd!! =D

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Mannfjöldi hefur alltaf rokkað og mun alltaf rokka þar til mannfólk deyr út. Spurningin er hve mikið. Ástæða þess að mannfólk lifði flest við nauðþurftarmörk og fjölgaði lítið á árum áður var nokkuð sem Thomas Malthus lýsti, ef framför varð í landbúnaðarháttum svo landbúnaður gat staðið undir smávægilegri fólksfjölgun fylltist fljótlega upp í hana þar til allir voru komnir aftur við nauðþurftarmörk. Iðnbyltingin er merkileg fyrir það að enn er ekki búið að fylla í þá gríðarlegu fólksfjölgun...

Re: Hvað er internetið?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég gæti skýrt aðeins hvað ég meina með meðvitund. Meðvitund gæti fyrir mér verið þegar módel af heiminum inniheldur sjálft sig og gerir ráð fyrir sér. Þegar ég ákveð að leigja mér spólu hef ég keyrt módel í hausnum á mér af mér að fara út í myndbandaleiguna, borga fyrir myndbandið, koma aftur heim og skoða það í myndbandstækinu mínu. Þeim mun nákvæmar sem ég keyri módelið, þeim mun líklegri er ég til að finna hugsanlega vankanta á líkaninu, svo sem að myndbandaleigan sé lokuð, að ég eigi...

Re: FML!!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Eða bara þú. Hvað með wikipedia?

Re: Góðar fréttir, fólksfjölgunar-sprengjan hefur verið aftengd!! =D

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég reikna með því að einhvers konar jafnvægi náist. Hvort það náist við fimmtíu milljarða, fimm milljarða eða fimm milljónir veit ég ekki.

Re: Góðar fréttir, fólksfjölgunar-sprengjan hefur verið aftengd!! =D

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
tl;dr: Iðnvæðing hefur leitt til fólksfækkunar í Evrópu og Bandaríkjunum og gæti gert það annars staðar líka.

Re: Reiknivél fyrir einkunnir?

í Skóli fyrir 14 árum, 11 mánuðum
[hlutfall vetrareinkunnar] x [vetrareinkunn] + [hlutfall prófseinkunnar] x [prófseinkunn] = [heildareinkunn] Þú getur bætt við liðum eða sundurliðað þessa þætti ef þú vilt gera þetta nákvæmar.

Re: Samsærið bakvið 911

í Stjórnmál fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ekkert sérstakt. Halliburton er bara fyrirtæki sem Dick Cheney stjórnaði (hann tók við stjórn eftir að hafa, sem starfsmaður Pentagon, gefið þeim $8,5M samning). Hann hætti fyrir kosningabaráttuna 2000 en á, að ég held, enn hluti í því. Það fyrirtæki hefur oft fengið drjúga samninga frá Pentagon um störf í olíulöndum. Ef einhver leitar að samsæri tengdu utanríkisstefnu Bandaríkjanna þá þarf að leita til Halliburton, Xe/Blackwater og annarra slíkra fyrirtækja, ekki til einhvers gríðarsamsæris...

Re: Hvað er internetið?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Samvitund eins og ég nota orðið (ég hef ekki mjög þroskaða skoðun á henni) er víðtækara en samfinning, og tekur líka til þess þegar fólk gerir sér grein fyrir að samfinning er fyrir hendi og afleiðingar þess. Þín hugmynd um samvitund er eiginlega eitthvað svipað og almenn þekking, sem er ekki jafn líkt meðvitund og orðið gefur til kynna. Samfinning getur teygt sig jafn langt og upplýsingaflæði um hegðun annarra nær; dæmigerð afleiðing óheftrar samfinningar er Lúkasarmálið eða nornaveiðar....

Re: Samsærið bakvið 911

í Stjórnmál fyrir 14 árum, 11 mánuðum
HahahahahaHalliburton.

Re: fjarnám yfir sumartíma

í Skóli fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þú getur ekki tekið lokaprófið á netinu, það væri heldur vitlaust. Þú getur samt fundið út í hvaða áföngum er boðið upp á stöðupróf, eða leitað að “sumarnám” á google.

Re: Samsærið bakvið 911

í Stjórnmál fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Rannsakaðu hver græðir á stríði og þú gætir komist að því hver stóð á bak við það.

Re: Þversögn guðs!

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
“Determinism” er heimspekileg stefna sem segir hvern atburð eiga ástæðu. Rafeind fellur í frumeind, frumeind hreyfist, rekst á aðra frumeind, dettur í efnasamband og svo framvegis. Ef þú hefur nægan fjölda einda og réttar reglur um hvernig þær hegða sér mynda þær flókna hluti eins og lífverur. Við erum lífverur sem hafa þróað búnað til að smíða módel af heiminum í sér, og hegða sér eftir því sem gerist í módelinu. Sá búnaður framfylgir fyrrnefndum reglum eins og allt annað. Hann er bara svo...

Re: Hvað er internetið?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Mér finnst vera mikill munur á “collective consciousness” og “collective conscience”. Köllum fyrra samvitund og seinna samfinningu, þótt þetta seinna sé lélega þýtt. Samvitund er fyrir mér þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það er hluti af samvitund, að það hafi samfinningu og að það hegði sér samkvæmt því. Samfinningin væri þá þegar maður lætur eigin tilfinningar og skoðanir fljóta (í það minnsta að einhverju leyti) með tilfinningum og skoðunum fjöldans. Það er einmitt mjög viðeigandi...

Re: Hvað er internetið?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það er skref sem fylgir þeim sem á undan ganga í hraðari miðlun upplýsinga. Hvað meinarðu annars með samvitund?

Re: Hvað er internetið?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þær hanga í gagnaverum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok