Hjálparstarf er tvíþætt, annars vegar gjafir og hins vegar lán. Lán á lágum vöxtum til afrískra ríkisstjórna eru talin hjálp, sömuleiðis matargjafir, mýflugnanet og peningagjafir. Peningagjafir til afrískra ríkisstjórna eru með verstu hugmyndum í heimi, yfirleitt eru þær notaðar til að niðurgreiða breiða vegi að sundlaugaprýddum höllum vina forsetans, eða því um líkt. Lán á lágum vöxtum minnka hvöt ríkisstjórna til aðhalds, og mútugreiðslur erlendra fyrirtækja til ríkisstjórna í Afríku eiga...