Mér finnst ekki að neinn annar en manneskjan sjálf eigi að hafa rétt á því hvað gert sé við hana, hafi hún nokkurn tímann færi á því að koma fram þeirri skoðun. Hún ein á að ákveða um slíkt, og helst að gera grein fyrir því fyrirfram hvernig fara skal að í versta falli, til dæmis ef hún myndi missa meðvitund eða geðheilbrigði. Það er til dæmis hægt að kveða á um slíkt í tilfellum Alzheimers og krabbameins, sumsé nokkurn veginn fyrirsjáanlegra hrörnunarsjúkdóma. Það er einfalda hlið...