Vandamálið við “æðri vitundarstig” er að þau eru illgreinanleg frá ýmiss konar vímutilfinningu, sem geta vissulega látið mann sjá hluti í öðru ljósi en veita þó ekki áreiðanlegar upplýsingar um heiminn. Það gildir um þau eins og annarra samræður við geimverur að maður þarf aðra, óháða leið til að staðfesta hvort örugglega sé um slíkt að ræða, en ekki einhverja (oftast vel meinta) blekkingu. Ég vil vissulega upplifa betra líf, þó ég hafi ekki yfir neinu að kvarta í augnablikinu, en ég er...