Saga vísindanna sýnir akkúrat andstæðuna, að ég held. Svo virðist sem að fyrir hverja uppgötvun bíði þúsund aðrar handan við hornið.Ertu að segja að því meira sem við vitum, því minna vitum við? Það er kjánalegt að halda að empirísk rannsókn eða vísindalegar aðferðir myndu nokkurntíma sanna eða afsanna tilvist guðs.Það fer eftir því hvaða eiginleika þú segir Guð hafa. Ef Guð bjó til heiminn, en við komumst að því að heimurinn hafi ekkert upphaf, þá má segja að Guð sé afsannaður að því...