Ég veit vel um þetta samband, en það tæki mig ár og öld að útskýra þær kenningar og skoðanir sem ég hef heyrt á því svo ég læt það bíða betri tíma. Þeir hafa enga ástæðu til að “losa sig við” Gamla Testamentið, alveg eins og við hendum ekki gömlum skóm þótt við kaupum nýja. Kristnin byggist (augljóslega) á orðum Krists, sem komu fram í Nýja Testamentinu, en gömlu sögurnar eru enn áhugaverðar aflestrar, því þarf ekki að losa sig við þær. Bara að hafa þetta í huga við lesturinn.