Að sjálfsögðu á einhver sök á því ef eitthvað gerist, þótt hún sé ekki lögfræðileg sök. Með sök á ég við að allt eigi sér orsök, ástæðu. Allt gerðist fyrir tilstilli einhvers annars, ekkert gerist vegna einskis og ekkert verður af engu. Því getum við áætlað að allar gjörðir og framkvæmdir manna, sem og hreyfingar og aðgerðir hluta, eigi sér einhvers staðar orsök. Finnist einhverjum hann ekki eiga sök á einhverju, þá afsakar hann sig. Miðað við fyrri fullyrðingar á maður í raun aldrei sök á...