Þetta fer eftir tegund blindunnar. Sé hún vegna heilaskaða efast ég um að þeir sjái nokkuð, enda er sjón fyrir þeim þá ekki til. Sé blindan vegna augnskaða, á þann veg að engin boð berist frá auga til heila ættu þeir að sjá svart. Svart er ljósleysi, skuggi, og “hvíldarstaða” augans.