rundll32 keyrir DLL skrár fyrir hin ýmsu forrit, og ef hann frýs er greinilega einhver rekill (sem byggjast á DLL skrám) haldinn villu, sem “frystir” forritið sem keyrir skrána. Þessi rekill er í umboði forritsins sem þú notar til að horfa á myndböndin/myndirnar. Mæli með að þú update-ir Windows og forritið sem þú notar. Ef það virkar ekki, eða ef þig langar til, geturðu sótt K-Lite Codec Pack (með hjálp Google) og þá ættu flest reklavandamál að vera úr sögunni.