Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Evra eða króna?

í Fjármál og viðskipti fyrir 17 árum, 6 mánuðum
þá mun hún hríðfalla í verði og gengið verður margfalt hærraMeinarðu ekki örugglega lægra?

Re: Hjálp:/

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Áður en farið er að setja XP upp aftur er kannski heppilegt að bjarga skránum með flakkara, þar sem notendaskrár, þ.e.a.s. allar skrár innan kerfismappanna (m.a. Documents and Settings og þar með My Documents) eiga til að hreinsast.

Re: Um málfar, fingralengd og alnetið

í Tungumál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
http://blog.central.is/bakverkur Blogg 15 ára unglings. Fyrir utan z-urnar er þetta allt í fína. Það sem fer í taugarnar á mér er málhelti meirihluta unglinga Íslands.

Re: Um málfar, fingralengd og alnetið

í Tungumál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
1. Og þótt að :O 2. Ég þoli ekki óbundin ljóð. 3. Skondið að þú skyldir minnast á það. Þýska er móðurmálið mitt. (Reyndar föðurmál ef út í það er farið, alltént málið sem ég lærði og talaði fyrst.) Nú virðist okkur loks miða eitthvað.

Re: Um Microsoft Windows Vienna

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Sjáðu til, Vista hefur tekið lengri tíma en nokkuð annað Windows kerfi í undirbúningi. Það er ekki “drifið af”. Þeir MUNU uppfæra það og hafa jafn mikið af fólki í því og þeir þurfa. Þeir eru ENNÞÁ að uppfæra Windows XP. Ættu þeir þá ekki að vera byrjaðir á Vista? Vienna verður einnig endurforritað að miklu leiti. Sigti eru götótt.

Re: Um Microsoft Windows Vienna

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þetta er engin röksemdafærsla. Þeir hafa unnið að Windows Vista í 6 ár, gefið út betur og RC og eru löngu búnir að hanna kerfið til fulls. Það eina sem er eftir er að taka við villuskilaboðum sem berast utan úr heimi og laga villurnar. Eiga þeir bara að hætta að framleiða xBox, Zune, tölvuleiki og tölvubúnað til að setja hvern mann í það að laga þessar (hlutfallslega) örfáu villur? Og hvenær ættu þeir þá að byrja að hanna Vienna? Þeir eru búnir að hanna Vista. Þeir eru búnir að laga...

Re: Vitleysa í vísindamönnum?

í Geimvísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Einmitt það sem ég á við.

Re: Vitleysa í vísindamönnum?

í Geimvísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
“það gera það mjög fáir vísindamenn að svara bara ‘af því bara’” Vandamálið er að þeir hafa ekki betra svar. Þeir vita kannski nákvæmlega hvað þyngdaraflið gerir, en vita ekki óumdeilanlega orsök þess. Það “bara” virkar. http://en.wikipedia.org/wiki/Gravitation

Re: Um Microsoft Windows Vienna

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hjá Microsoft starfa 72.000 manns. Þeir vinna ekki allir við Vienna, aðeins smá hluti af þeim. Margir vinna enn við að taka við tilkynningum um villur og útbúa uppfærslur fyrir Vista/XP/2000. Það þarf ekki sjötíuþúsund manns til að laga villurnar í Vista.

Re: Um Microsoft Windows Vienna

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Takk sömuleiðis.

Re: Um Microsoft Windows Vienna

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
“Allt sem ég segji er bara mín skoðun á málinu og þarf ekki endilega að vera rétt” Þar sannast það.

Re: Vitleysa í vísindamönnum?

í Geimvísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Fræddu mig þá hvernig þyngdaraflið virkar? Þú virðist geta það betur en eðlisfræðikennarinn minn.

Re: HAHAHA!!!! Eruð þið búin að heyra þetta??

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hljómar sniðugt en ef hann kunni eitthvað á tölvur gæti hann gert (jafnvel nettengdan) keylogger á mun styttri, ódýrari og minna áberandi máta.

Re: Rundll32..........

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
rundll32 keyrir DLL skrár fyrir hin ýmsu forrit, og ef hann frýs er greinilega einhver rekill (sem byggjast á DLL skrám) haldinn villu, sem “frystir” forritið sem keyrir skrána. Þessi rekill er í umboði forritsins sem þú notar til að horfa á myndböndin/myndirnar. Mæli með að þú update-ir Windows og forritið sem þú notar. Ef það virkar ekki, eða ef þig langar til, geturðu sótt K-Lite Codec Pack (með hjálp Google) og þá ættu flest reklavandamál að vera úr sögunni.

Re: Um málfar, fingralengd og alnetið

í Tungumál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég skil vel rökin og finnst ekki heldur að neyða þurfi fólk til að tala á einhvern einn hátt fremur en annan. Þróun tungumála er einnig nauðsynleg og er einmitt mjög ör á 21. öldinni, sérstaklega hvað varðar nýmerkingar og nýyrði. Ég get þó ekki sammælst því að við þurfum að einfalda íslensku fyrir aðkomumenn, né að “við notum … nær einungis eina orðaröð; frumlag, umsögn, andlag.” Þannig ertu búinn að dauðadæma alla ljóðlist og málfar sem er ekki sneytt frumleika. Ef allt lesefni yrði sett...

Re: Um málfar, fingralengd og alnetið

í Tungumál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Við eigum (nánast) öll okkar samskipti gegnum tal, þ. e. a. s. tungumálið. Ef orð dettur út getum við ekki notað það til að tjá okkur. Ef orðið “sniðugt” myndi vanta í íslensku væri erfitt að lýsa einhverju sniðugu. Og nei, það er nú ekki margt sem hefur dottið úr íslenskunni, heldur hefur þvert á móti bæst gífurlega mikið við. Íslenska þykir mér hentugt mál til samskipta, einkum fyrir fjölbreytta möguleika til orðaskipana og ljóðlistar. Harðmælska þykir mér svo heldur kostur en galli þar...

Re: Um málfar, fingralengd og alnetið

í Tungumál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Núverandi félagsfræðikennsla í grunnskólum er með því sniði að enginn sem ég þekki hefur hlotið nytsamlega vitneskju úr henni. Íslenskan er svo grundvöllur samskipta Íslendinga, og ef eitthvað missir sín í henni höfum við heft samskipti okkar. Þótt engin merking glatist við breyttar beygingarmyndir finnast mér þær breytingar ekki til bóta, og þar sem einu rökin sem ég get borið fyrir mig er fegurð og lipurð málsins er lítið um fræðilegan grundvöll. En þetta er einmitt ástæðan fyrir því að...

Re: Um málfar, fingralengd og alnetið

í Tungumál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Mér langar í bíó. Mér hlakkar til jólanna. Langar þér í ís? Ég syndaði alla laugina á enda. Ég viljaði það ekki. Þeir mótmæluðu allir. Nei veistu, ég held að fólk þurfi að læra þetta líka. Fjölga íslenskutímum og fækka félagsfræðitímum í grunnskólum.

Re: Service Pack fyir Windows Vista?

í Windows fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Í “seinni helmingi” ársins.

Re: 0.999... = 111 ! -_-

í Vísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það er deginum ljósara að ef þú tekur lotuna frá stærri tölu með sömu lotu ertu kominn með heila tölu. Annars ertu með ranga pælingu í gangi: 1000-1 er ekki 9 heldur 999.

Re: Rússnesk fangahúðflúr

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þetta hafði ég ekki hugmynd um. Afar áhugaverð grein.

Re: Rafmagnsstóllinn

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Henging er reyndar ekki óbrigðul aftaka. Þess eru dæmi að fólk hafi lifað af fleiri en eina hengingu.

Re: Hawking út í geim

í Geimvísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þú sparaðir mér svarið við korkinum.

Re: Vitleysa í vísindamönnum?

í Geimvísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Eðlisfræðikennarinn minn segir “af því bara”. Ég hlakka til að sjá svipinn á vísindamönnum þegar það hættir einn daginn að virka. Reyndar væri það alveg jafn skrítið og það að það hafi virkað allan tímann.

Re: Vitleysa í vísindamönnum?

í Geimvísindi fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Atómklukkur mæla sveiflutíma frumeinda.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok